FæðubótarefniMataræði

Lýkópen

Lýkopen er efni í flokki karótína og er það efnið sem gefur tómötum rauða litinn. Karótín eru andoxunarefni og er lýkopen talið öflugt sem slíkt. (Sjá grein um andoxunarefni).

Lýkópen er talið veita vörn gegn hjartasjúkdómum og krabbameini í blöðruhálskirtli og meltingarvegi og hafa faraldsfræðilegar rannsóknir stutt það. Rannsóknir hafa bent til að efnið hamli vexti krabbameinsfrumna.

Nýjar rannsóknir hafa einnig bent til áhrifa lýkópens til lækkunar blóðþrýstings.

Bændablaðið segir frá því um daginn að garðyrkjustöðin Melar hafi slegið í gegn hjá neytendum með lýkópen tómötunum sem þeir settu á markað um síðustu áramót og hafa þeir ekki haft undan að framleiða þá þar sem eftirspurnin hefur verið svo mikil.

Þessi tómattegund er eingöngu framleidd á tveimur stöðum í heiminum, hér og í Hollandi og inniheldur hún nær þrefalt magn lýkópens í samanburði við hefðbundna tómata.

Þetta mikla magn lýkópens hefur verið fengið með náttúrulegum kynbótum á tómötum og er því ekki um að ræða erfðabætta vöru.

Þeir sem ekki borða tómata eða tómatvöru geta borðað í staðinn vatnsmelónur þar sem þær innihalda einnig mikið magn lýkópens.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Grapefruit Seeds Extract (GSE)

Next post

Grape Seeds Extract (Quercitin)

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *