HeilsaVandamál og úrræði

Ráð við blöðrubólgu

Aðalbjörg sendi okkur þetta frábæra ráð við blöðrubólgu:

Ég þjáðist af blöðrubólgu um nokkurra ára skeið með tilheyrandi inntökum á hvers konar lyfjum til hjálpar og batinn alltaf skammvinnur. Ég las ráðin ykkar við blöðrubógu en kom ekki auga á ráðið sem mér var gefið og varð til þess að ég hef ekki fengið blöðubólgu í 15 ár.

Mér var ráðlagt að nota laxerolíu á eftirfarandi hátt. Velgja olíuna með því að setja glasið undir heitt vatn, nokkrir dropar settir í bómull sem lagður er við þvagrásina og einn dropi í naflann. Þetta er gert nokkur kvöld í röð og árangurinn lætur ekki á sér standa.

Konur sem ég þekki hafa notað þetta ráð með góðum árangri og rétt er að minnast á Edgar Cayce sem hafði mikla trú á laxerolíu í lækningaskyni.
Fæðutegundir sem ýta undir blöðrubólgu væri svo efni í annann póst.

Kveðja Aðalbjörg.

Previous post

Psoriasis

Next post

Ráð við sólbruna

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.