HeilsaVandamál og úrræði

Ráð við sólbruna

Við sögðum frá því hér um daginn að meirihluti sólarvarna gera ekki það gagn sem þeim er ætlað. Það er því mikilvægt að vanda vel til þegar velja á sólarvörn.

En ef svo illa vill til að þið brennið eru mörg góð ráð við sólbruna sem leynast inni á heimilum ykkar.

Lang besta ráðið er Aloe Vera plantan. Hægt er að taka blöð af plöntunni og hafa inni í ísskáp. Áður en laufin eru notuð skal fletta ysta laginu af og láta kjötið snúa niður að brunanum. Plantan slær á bólguna og sviðann.

Mörg önnur ráð má nota sem koma úr eldhúsinu. Matarsódi kælir sólbruna. Hægt er að leysa hann upp í vatni og nota í compressu og einnig er hægt að setja hálfan bolla af matarsóda út í volgt baðvatnið. Látið svo brennda svæðið þorna með því að láta loft leika um það.

Gott getur verið að nudda brennda svæðið með agúrkusneiðum. Þær kæla og róa brunann.

Sítrónusafi kælir einnig sólbruna og sótthreinsar um leið svæðið. Blandið safa úr þremur sítrónum í tvo bolla af köldu vatni og vætið brunann með svampi.

Einnig er gott að setja haframjöl út í baðvatnið – haframjöl er gott við ýmsum húðvandamálum.

Að lokum er gott að bera hreina jógúrt með lifandi gerlum á brunann. Leyfið henni að virka í smá stund og hreinsið svo af með köldu vatni.

Sjá einnig Aloe Vera og Sólarvörn

Previous post

Ráð við blöðrubólgu

Next post

Ristilhreinsanir

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.