JurtirMataræði

Aloe Vera

Aloe Vera plantan er þekkt fyrir lækningarmátt sinn. Til eru yfir 200 ólíkar tegundir af plöntunni sem vaxa á þurrum svæðum á ólíkum stöðum í heiminum. Algengt er orðið að fólk sé með þessa plöntu í potti heima hjá sér. Það sem notast er við úr plöntunni er safinn úr laufunum.

Plantan er best þekkt sem græðandi fyrir húð og er hún bæði rakagefandi og mýkjandi. Plöntusafinn hefur endurnærandi áhrif á húðina og dregur m.a. úr hrukkum. Algengt er að snyrtivörur og hárvörur innihaldi safa úr plöntunni.

Safinn úr plöntunni er ótrúlega áhrifamikill á allan bruna, s.s. sólbruna eða brunasár. Hann er einnig góður á allar skrámur og skurði, bólur og áblæstri og á önnur húðvandamál eins og exem. Hann dregur úr sársauka, bólgum og hefur mild, sótthreinsandi áhrif. Aloe Vera safinn er einnig tekinn inn og hefur hann mild laxerandi áhrif og hjálpar þannig til við að hreinsa eiturefni frá ristlinum.

Ef tekinn er inn 98 – 99 % hreinn aloe vera djús er hann þekktur fyrir að vera öflugur græðari á alls kyns magavandamál, magasár, harðlífi, niðurgang, kláða í endaþarmi og á öll vandamál sem stafa frá endaþarmi. Djúsinn hefur verjandi áhrif fyrir veggi meltingarvegarins, styrkir lifrina og hjálpar til við meltingu. Djúsinn getur einnig verið hjálplegur við að vinna á sýkingum og er góður við gigt. Þungaðar konur ættu ekki að taka inn Aloe Vera djús.

Previous post

Burnirót

Next post

Kryddjurtir og gróðursetning þeirra

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *