JurtirMataræði

Burnirót

Við fengum eftirfarandi fyrirspurn frá henni Guðbjörgu:

Ég finn ekkert inni á síðunni ykkar um Arctic root. Væruð þið til í að skoða þessa jurt frekar og setja e-n fróðleik inn á síðuna.

Takk fyrir frábæran fróðleiksbanka. Kv. Guðbjörg.

Við finnum fyrir miklum áhuga fólks að vita meira um lækningajurtir og þá sérstaklega jurtir sem hægt er að tína hér á landi og nýta.

Burnirót (Rhodiola rosea) er jurt sem er frekar algeng á Íslandi og er stundum kölluð Gullna rótin. Hún finnst um mestallt land en sauðfé er þó mjög sólgið í hana þannig að best er að finna hana á svæðum sem sauðféð nær ekki til hennar.

Það er algengur misskilningur að þessi jurt heiti Arctic root, en Arctic root er vöruheiti á sænskri framleiðslu fæðubótaefnis sem unnið er úr Burnirótinni. Fyrirtækið Swedish Herbal Institute selur þykkni sem unnið er úr jurtinni undir þessu nafni og hafa þeir staðið fyrir fjölda rannsókna á virkni efnisins og hefur þessi vara – Arctic root – hlotið þrívegis verðlaun sem heilsuvara ársins í Svíþjóð.

Helstu eiginleikar jurtarinnar eru að hún vinnur gegn streitu og einbeitingarleysi. Rannsóknir hafa sýnt að hún vinnur gegn þreytu, einbeitingarskorti, og þróttleysi. Einnig hefur komið í ljós að hún hefur sterk áhrif á hormónakerfi líkamans og hefur hún jákvæð áhrif á kynhvöt karla og kvenna.

Jurtin tilheyrir svokölluðum adaptogens, sem er samheiti yfir jurtir sem vinna gegn streitu og svipar henni þannig til Ginsengs. Hún hefur þó ekki hliðarverkanirnar sem sumt fólk finnur fyrir þegar það tekur ginseng, eins og harðlífi og oförvun á taugakerfið.

Það sem er sérstaklega eftirtektarvert við Burnirótina er hversu fljótvirk hún er. Hún fer að virka og fólk getur fundið mun á sér innan við tveimur tímum eftir inntöku.

Í bókinni Íslenskar lækningajurtir, eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannsdóttur er einnig talað um græðandi og bólgueyðandi áhrif jurtarinnar.

Previous post

Túnfífill

Next post

Aloe Vera

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *