FjölskyldanUngabörn

Þarf ekki að sjóða snuð

Herdís Storgaard, forstöðumaður Sjóvár – forvarnahúss, segir að rekja megi 25 til 30 heimilisbruna á ári til pela og túttusuðu. Fólk setur þessar vörur í pott og kveikir undir en gleymir sér svo.

Hér áður var fólki ráðlagt að sjóða snuð, túttur og pela fyrir notkun til sótthreinsunar en þetta er löngu liðin tíð. Þó eru dæmi þess að enn fái fólk þessar ráðleggingar frá aðilum í heilbrigðiskerfinu.

Nýja pela, túttur og snuð þarf þó að hreinsa fyrir notkun. Best er að setja í hreint ílát og láta sjóðandi vatn yfir. Þetta á svo að liggja í vatninu í 5 mínútur. Ráðlagt er að gera þetta tvisvar áður en nota á vöruna.

Öruggt er að þvo pela, snuð og túttur á sama hátt og önnur matarílát samkvæmt Herdísi, en ekki má þó þvo snuðin og tútturnar í uppþvottavél, en það má hins vegar með pelana.

Previous post

Reynslusaga - Veiking ónæmiskerfisins vegna ofnotkunar sýklalyfja

Next post

Lús og náttúruleg ráð við henni

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *