Heilsa

Verkjalyf

Ein hugsanleg afleiðing óhollra lífshátta okkar í dag er aukin sala á verkjalyfjum. Afleiðing rangs mataræðis er oft að fólk þjáist meira af höfuðverkjum, liðverkjum, magaverkjum og þannig má lengi telja. Einnig getur streita orsakað sömu vanlíðanina og nóg er nú af henni í lífsstíl nútímans.

Í Bandaríkjunum hefur sala á verkjalyfjum aukist gríðarlega og á árunum 1997 – 2005 jókst salan á 5 algengustu verkjalyfjunum um 88%. Magnið sem selt var nægði til að gefa hverri einustu manneskju í landinu um 300mg af verkjalyfjum.

Þó ég þekki ekki tölur frá Íslandi, geri ég mér í hugalund að hér sé sömu sögu að segja. Ég tók eftir því um daginn, í gönguferð minni um bæinn, að nær jafn algengt var að sjá tóma verkjalyfjapakka í ruslinu á götunni, eins og sælgætisbréf og annað drasl.

Hafa þarf í huga við notkun á verkjalyfjum, að ef við grípum alltaf til þeirra, eykst þol okkar stöðugt og við þurfum stærri og stærri skammta, til að slá á sömu óþægindi.

Einnig þurfum við að hugsa út í það, af hverju við fáum verki. Verkirnir eru vegvísar okkar á það að eitthvað ami að. Í stað þess að deyfa bara verkinn og halda áfram óhindrað, þá er vert að staldra við og huga að því afhverju líkaminn er að kvarta og hvort við getum eitthvað gert til að létta honum og um leið okkur lífið.

Munum að verkjalyfin eru ekki nein lækning, heldur eingöngu deyfing. Orsökin fyrir verknum er væntanlega áfram til staðar.

Previous post

Veikindi eða þorsti?

Next post

Verndaðu tennurnar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *