Heilsa

Iðraólga

Ég tel að iðraólga eða IBS sé oft undanfari alvarlegra vandamála eða nokkurs konar hliðarafurð undirliggjandi ójafnvægis sem getur leitt til alls kyns sjúkdóma og annarra heilsufars vandamála.

Iðraólga er ekki hættulegur sjúkdómur þar sem hann einn og sér leiðir ekki til vefjaskemmda eða hefur áhrif til lækkunar á lífaldri.  En fólk með iðraólgu lifir gjarnan við mikil óþægindi og vanlíðan og er engin bein lækning til við iðraólgu.

Þetta efni er mér mjög kært, því ég sjálf glímdi við iðraólgu allt frá átta ára aldri, þar til ég breytti algjörlega um mataræði og lífsstíl. Í dag, eftir eigin reynslu og í gegnum vinnu mína með á annað þúsund skjólstæðinga, veit ég að iðraólga er ekki bara “í hausnum á manni”. Þetta eru raunverulegt, lífeðlisfræðilegt ójafnvægi sem hægt er að leiðrétta þegar við skiljum hvað liggur að baki.

🌿 Hvað er Iðraólga (IBS) í raun og veru?

Iðraólga er eitt algengasta meltingarvandamál í heiminum og er talið hafa áhrif á um 10–15% fólks, þar af tvisvar sinnum fleiri konur en karla.  Hins vegar sýndi íslensk rannsókn frá árinu 2005 að vandinn hér á landi sé mun víðtækari, þar sem um 30% fólks hér á landi er með einkenni iðraólgu.

Við vitum nú að þetta er ekki bara streitutengt ástand eins og gjarnan var talað um hér áður fyrr, heldur tengist iðraólga ójafnvægi í samskiptum milli meltingarkerfis, taugakerfis og örvera í meltingarveginum – svokallaðs *gut-brain-microbiome axis*.

Þegar þessi samskipti raskast verða hreyfingar þarmanna óreglulegar og samdrættir í vöðvum meltingarvegarins missa taktinn. Það getur valdið lágstigs bólgu, lofti, kviðverkjum og hægðatregðu og/eða niðurgangi.

Góðu fréttirnar eru þær að engin varanleg skemmd verður á vefjum – aðeins truflun á virkni. Það þýðir að hægt er að ná jafnvægi aftur og lifa við góða líðan.

Einnig er mikilvægt að vinna á einkennum iðraólgu því fólk með iðraólgu er í mun meiri hættu á að þjást af öðrum heilsufarsvandamálum, sérstaklega geðrænum vandamálum eins og kvíða og þunglyndi, sem og öðrum virknivandamálum eins og vefjagigt, síþreytu og langvinnum verkjum. Þeim er einnig hættara við að upplifa ýmis líkamleg vandamál eins og höfuðverki, bakverki og tíð þvaglát. Léleg upptaka næringarefna getur leitt til næringarskorts og ákveðnir líkamlegir fylgikvillar eins og gyllinæð geta komið fram, sérstaklega við iðraólgu sem einkennist af hægðatregðu.

💡 Hvað við vitum í dag um orsakir iðraólgu

Fyrir 20 árum var IÐRAÓLGA nær óútskýrð ráðgáta. Nú vitum við að það getur átt rætur í nokkrum lykilþáttum:

🌸 Eftir sýkingar – Iðraólga getur komið í kjölfar maga- eða þarmasýkinga, þegar örveruflóra og ónæmiskerfi raskast.

🧫 SIBO (small intestinal bacterial overgrowth) – ofvöxtur baktería í smáþörmum veldur loftmyndun og truflun á hreyfingu.

💥 Fæðuóþol – einkum FODMAP, histamín, glúten- og mjólkurvörur.

😣 Streitutengt ójafnvægi í taugakerfi – meltingin og heilinn tala saman í gegnum vagus-taugina og taugakerfi meltingarvegarins, og langvinn streita hefur bein áhrif á meltinguna, minnkar niðurbrot fæðu, ýtir undir bólguástand og getur leitt til lekrar garnar.

🔥 Lágstigs bólga og lek görn – ónæmisvirkni í þarmaveggnum getur aukið einkenni.

💊 Ofnotkun sýklalyfja eða lyfja – sem breyta örveruflóru og veikja meltinguna.

Hjá hverjum einstaklingi er þetta einstakt samspil og því þarf nálgunin að vera persónubundin að hluta, sérstaklega þegar útilokunar mataræði hefur verið fylgt og byrjað er á að sérsníða mataræðið að hverjum og einum.

 ⚖️ Algeng einkenni

* Uppþemba eða magastækkun

* Kviðverkir og krampar, oft eftir máltíð

* Óreglulegar hægðir – hægðatregða, niðurgangur eða til skiptis

* Loft og vindgangur

* Fæðuóþol eða viðkvæmni

* Þreyta og heilaþoka

* Ógleði eða lystarleysi

* Höfuðverkur, kvíði eða svefntruflanir

Einkenni versna oft í kjölfar streitu eða hormónasveiflna og lagast eða minnka stundum eftir hægðalosun.

 🧘‍♀️ Tenging meltingar og taugakerfis

Meltingin hefur eigið taugakerfi – *enteric nervous system* – oft nefnt „second brain“ eða “heili númer tvö”.

Þegar við lifum í stöðugri streitu fer vagus-taugin að senda líkamanum boð um að hægja á meltingunni. Það leiðir til ójafnvægis, loftmyndunar og hægðavandamála.

Þess vegna er mikilvægt að styðja við taugakerfið með bólguminnkandi aðgerðum og öðrum lífsstílsbreytingum sem draga úr neikvæðum afleiðingum streitu, eins og slökun og öðrum þáttum sem minnka steitustig.

 🥦 Hlutverk mataræðis

Maturinn er eitt öflugasta tækið til að byggja upp heilbrigða meltingu, sem er undirstaða góðrar heilsu.

Markmiðið er að draga úr bólgum, styðja örveruflóruna og byggja upp meltingarstarfsemina smám saman.  Það þarf að gera í takti við stöðu hvers og eins. 

Á prógramminu mínu “Heilsuefling Hildar” vinnum við að öllum þeim þáttum sem þurfa að koma til, svo fólk nái bata af einkennum iðraólgu.

* Við tökum út í byrjun allt það sem ýtir undir eða kemur einkennunum af stað.

* Við bætum við næringu á því formi sem ýtir ekki undir einkenni og viðbrögð, svo líkaminn fái þá næringu sem hann þarf til vaxtar og viðhalds.  Fólk þjáist oft af næringarskorti sem er illa haldið af iðraólgu og það getur verið tilfellið þrátt fyrir að fólk sé í yfirvigt.

* Og við styðjum líkamann í þessu heilunarstarfi með streituminnkandi aðgerðum svo streitukerfið vinni ekki á móti batanum.

Það er að mörgu að huga þegar kemur að því sem þarf að fylgja til að koma meltingunni og öðru undirliggjandi ójafnvægi til betri vegar.

Það sem þú getur byrjað á, áður en þú tekur skrefið inn á prógrammið og getur hjálpað þér að draga úr einkennum er:

✅ Að borða hreina og óunna matvöru.

✅ Leggja áherslu á mjúkar trefjar – svo sem eldað grænmeti, chia-fræ og möluð hörfræ.

✅ Nota holla fitugjafa – einkum omega-3 úr fiski, hörfræjum eða þörungum.

✅ Passa upp á nægjanlega vatnsdrykkju – helst á milli máltíða.

Forðastu tímabundið:

🚫 Glúten og mjólkurvörur

🚫 Unna matvöru

🚫 Sætu og sætuefni

🚫 Koffíndrykki og áfengi

Líttu á þetta sem *uppbyggingarfasa* – þetta er tíminn til að hlusta á líkamann og finna hvað hann þrífst best á.

 💊 Bætiefni sem geta stutt við bata

* Probiotics (góðgerlar) – ákveðnir stofnar geta dregið úr lofti og óþægindum.

* L-glutamín – nærir og endurbyggir þarmavegginn.

* Magnesíum (glycinate eða citrate) – hjálpar við slökun og örvar hægðir.

* Meltingarensím – styðja niðurbrot og upptöku næringarefna.

* Mjólkurþistill (milk thistle) – styður lifrarstarfsemi.

* B-vítamín og steinefni – nauðsynleg fyrir orku og jafnvægi í taugakerfi.

* Omega-3 fitusýrur – draga úr bólgum og bæta hreyfanleika meltingar.

* Piparmyntuolía (eða piparmyntute) – hefur sýnt góð áhrif á krampa og verki samhliða iðraólgu.

(Alltaf velja einstaklingsmiðað – það þola ekki allir öll bætiefni.)

 🌼 Heildræn leið til bata

Það er engin ein töfralausn við iðraólgu. En með því að styðja líkama og taugakerfi, minnka streitu og byggja upp örveruflóruna, er hægt að ná djúpum og varanlegum bata.

Ég hef séð aftur og aftur að þegar við fjarlægjum álag, nærum í stað þess að refsa, og sköpum frið í líkamanum – þá byrjar hann að gróa.

Heilun meltingarinnar snýst ekki aðeins um matinn sem við borðum – heldur um að endurbyggja traust til líkama okkar, eitt skref í einu.

Það getur verið snúið að fylgja þessum ráðleggingum ein og óstudd.  Þið getið unnið þetta með þéttri leiðsögn og stuðningi á næsta námskeiði hjá okkur – þið getið skráð ykkur á biðlista hér:  https://www.heilsubankinn.is/heilsuefling-hildar/

Previous post

Hve útbreidd er notkun á óhefðbundnum meðferðum á Íslandi

Next post

Ilmkjarnaolía fyrir mjaðmasvæði

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *