UmhverfiðUmhverfisvernd

Ísbreiðan horfin eftir 10 ár?

Á eyjan.is er sagt frá nýjustu mælingum Snjó- og ísmælingastofnunar Bandaríkjanna sem sýndu að ísbreiðan við Norðurheimskautið hefur aldrei mælst minni.

Bráðnun íssins er mun hraðari en loftslagslíkön hafa spáð fyrir. Fyrir nokkrum árum var því spáð að sumarísinn myndi allur ná að bráðna á árabilinu 2070 til 2100 en nú lítur út fyrir að hann muni ná að bráðna mun fyrr, eða strax í kringum árið 2030. Þ.e. eftir aðeins rúm 10 ár.

Mark Serreze, talsmaður stofnunarinnar, sagði að þetta væri minnsti hafís sem nokkru sinni hafi sést á gervihnattamyndum og þó sé enn mánuður eftir af bráðnunartímabilinu. Þetta sé sterk sönnun þess að við séum farin að sjá áhrif gróðurhúsahlýnunar.

Previous post

Hlynsíróps- og sesamsmjörssmákökur

Next post

„Hummum" öndunarveginn hreinan

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *