JólKökur og eftirréttirMataræðiUppskriftir

Hlynsíróps- og sesamsmjörssmákökur

Hér kemur ljúffeng uppskrift af vefnum hennar Sigrúnar (CafeSigrun).

Þó þið prófið bara eina smákökuupskrift um jólin þá myndi ég prófa þessa. Smákökurnar eru syndsamlega góðar, algerlega ávanabindandi. Þær eru líka hollar þó það sé nokkuð mikil fita í þeim en sesamssmjörið er fullt af járni, próteinum og kalki ásamt fleiru sniðugu. Þó það sé mikil fita í sesamssmjörinu þá er það næstum helmingi minni fita en t.d. í smjöri! Það besta er að það tekur bara um 10 mínútur að búa uppskriftina til! Þessar kökur haldast harðar ef maður geymir þær í lokuðu íláti.

Gerir 50 smákökur

  • 1/2 bolli hreint hlynsíróp (enska: maple syrup)
  • 1/2 bolli Tahini (sesamsmjör)
  • 1 1/2 bolli hafrar
  • 1/3 bolli sólblómafræ
  • 1/3 bolli rúsínur

Aðferð:

Hrærið saman hlynsírópi og tahini í skál og hrærið þangað til það er orðið vel blandað saman.

Bætið öllu öðru innihaldi saman við og hrærið vel.

Setjið 1 kúfaða teskeið af deiginu á bökunarplötu með bökunarpappír.

Bakið í um 15-18 mínútur eða þangað til kökurnar eru orðnar gullnar. 

Kælið.


Nota má saxaðar pecanhnetur í stað sólblómafræjanna.

Gott er að bæta við 1 tsk af kanil í deigið til að fá meira jólabragð.

Previous post

Jólagrautur

Next post

Ísbreiðan horfin eftir 10 ár?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *