MataræðiÝmis ráð

Omega-3 og hegðunarvandamál

Fyrr á þessu ári var sagt frá rannsókn í vísindatímaritinu European Neuropsychopharmacology sem sýndi fram á jákvæð áhrif Omega 3 fitusýra á börn, með hegðunarraskanir eins og ofvirkni (ADHD), athyglisbrest (ADD) og tvíhverfa lyndisröskun (bipolar disorder).

Hátt innihald EPA í Omega-3 fitusýrum var prófað á börnum á aldrinum 6 til 17 ára yfir átta vikna tímabil, sem þjáðust af tvíhverfri lyndisröskun. Hjá helmingi barnanna minnkuðu einkennin um 30%.

Læknir sem er sérfræðingur í hegðunarröskunum sagði að allir foreldrar sem ættu börn með hegðunarvandamál, ættu að gefa þeim Omega-3 fitusýrur. Áhrifin virðast vera þannig að þau draga úr skapsveiflum og vinna á móti þunglyndi.

Það er góð spurning hvort aukning á þessum hegðunarröskunum hjá börnum skýrist að stórum hluta af breyttu neyslumynstri og í raun sé frekar um skort á lífsnauðsynlegum efnum að ræða heldur en, eins og fræðingar hafa haldið fram, að þær stafi af ójafnvægi í boðefnum í heila.

Allavega væri gott skref fyrir foreldra barna með hegðunarraskanir, að byrja að gefa þeim Omega-3 fitusýrur og taka af þeim alla unna matvöru og fylgjast svo með hvort um jákvæðar breytingar verði að ræða á 2 til 3 mánuðum.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir – greinin birtist fyrst á vefnum í ágúst 2007

Previous post

Litar- og aukaefni í mat

Next post

Aukaefni og ofvirkni

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *