MataræðiÝmis ráð

Aukaefni og ofvirkni

Við vitum að börnin okkar verða oft æst og hröð ef þau borða mikið sælgæti en nú hefur komið í ljós að það er ekki bara sykurinn sem veldur þessu.

Nýleg rannsókn sem gerð var í Bretlandi sýndi að aukaefni í sælgæti geta valdið ofvirkni.

Rannsakendur skoðuðu áhrif aukaefnanna á 300 börn. Börnin voru fengin til að drekka ávaxtasafa sem í voru sett litar- og rotvarnarefni sem samsvaraði því sem börn fá í 100 til 200 grömmum af sælgæti.

Aukaefnin höfðu þannig áhrif að marktækar breytingar urðu á hegðun barnanna. Þau urðu hvatvís og fljóthuga og aukaefnin ollu einbeitingarskorti hjá börnunum.

Rannsakendurnir lögðu áherslu á, að það væru miklu fleiri þættir sem hefðu áhrif til ofvirkni. En þeir töldu þó að það gæti hjálpað ofvirkum börnum að sneiða hjá matvælum með aukaefnum.

Eldri rannsóknir hafa áður sýnt tengsl ofvirkni og aukaefna, en það sem var nýtt í þessari rannsókn var að einnig voru skoðuð börn sem ekki töldust með hegðunarvanda, en niðurstöðurnar sýndu að aukaefnin hefðu sömu áhrif á þau, eins og þau höfðu á ofvirku börnin.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir – greinin birtist fyrst á vefnum í september 2007

Previous post

Omega-3 og hegðunarvandamál

Next post

Efnin sem geta valdið ofvirkni

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *