MataræðiÝmis ráð

Efnin sem geta valdið ofvirkni

Við sögðum frá breskri rannsókn hér á vefnum í gær, sem sýnir að algeng íblöndunarefni í matvælum, einkum gosi og sælgæti, virðast ýta undir einkenni ofvirkni hjá börnum.

Þessi rannsókn hefur vakið mikil viðbrögð og hafa matvælafyrirtæki verið hvött til að sleppa notkun þessara efna.

Öll þessi efni eru leyfð hér á landi. Þessi efni eru helst rotvarnarefnið natríumbensóat og svokölluð azo-litarefni og í þeim flokki voru könnuð E102, E104, E110, E122, E124 og E129.

Talsmenn matvælafyrirtækja í Bretlandi lögðu á það áherslu að notkunin þar í landi væri innan leyfilegra marka og með öllu hættulaus.

Rannsóknin sýnir þó að jafnvel innan þessara marka geta efnin haft alvarleg áhrif á líðan barna og verða þessi mörk endurskoðuð hjá Evrópusambandinu.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir – greinin birtist fyrst á vefnum í mars 2007

Previous post

Aukaefni og ofvirkni

Next post

Efni úr grænu tei og sítrusávöxtum - hættuleg samsetning

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *