Á heimilinuHeimiliðHeimilisbúnaður

Áhrif rafsviðs í svefnherberginu

Á meðan við sofum vinnur líkaminn að viðgerðum og uppbyggingu á sjálfum sér. Því ferli er stýrt með mjög veikum rafboðum sem berast auðveldlega um líkamann þar sem hann er að mestu úr vatni og vatn leiðir rafmagn vel.

Hins vegar er ýmislegt sem getur truflað þessa uppbyggingu líkamans meðan við sofum. Ef sterkt rafsvið er í svefnherberginu okkar getur það auðveldlega haft áhrif á hin veiku rafboð líkamans. Langtíma nálægð við slíkt rafsvið meðan sofið er getur raskað boðskiptum líkamans og þannig haft áhrif á ónæmiskerfið og valdið ýmsum kvillum eða óþægindum. Þar má nefna höfuðverk, ofvirkni, martraðir, þynglyndi, þreytu, augnþreytu og vöðvakrampa.

Auk þessara einkenna er talið að langtíma nálægð við hátt rafsvið geti haft áhrif á heilann og þar með valdið hegðunarbreytingum, námserfiðleikum, truflun á náttúrulegum hringferlum líkamans og streitu. Vöxtur vefja getur raskast svo sem fósturþroski, hormónastarfsemi og krabbamein getur mögulega myndast.

Viljirðu draga úr áhrifum rafsviðs í svefnherberginu þínu getur verið gagnlegt að:

  • Nota frekar rafhlöðudrifin rafmagntæki við rúmið. Margir útvarpsvekjarar hafa hátt rafsvið.
  • Geyma farsíma og þráðlausa síma annarsstaðar en í svefnherberginu. Það eru útvarpsbylgjur í kringum þá.
  • Forðast málma í svefnherberginu. Málmar geta haft áhrif á segulsvið, rafsvið og rafboð. Einnig rúmgrindur úr málmi og gormar í springdýnum.
  • Varast að sofa nálægt rafmagnslínum.

Sjá einnig: Rafsegulsvið og eitruð efnasambönd í barnaherbergjum

Previous post

Áhrif blóðþynningarlyfja og K vítamín

Next post

Áhrif trefja á brjóstakrabbamein

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *