MataræðiÝmis ráð

Efni úr grænu tei og sítrusávöxtum – hættuleg samsetning

Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að danska matvælastofnunin hefur varað við hættulegum megrunar- og neysluvörum sem ætlaðar eru íþróttafólki.

Vörurnar innihalda bæði synephrin og koffín og saman geta þessi efni haft mjög neikvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið, miðtaugakerfið og stuðlað að beinþynningu.

Þessar vörur eru bannaðar bæði hér á landi og í Danmörku en það virðist samt ekki nóg til að koma í veg fyrir að fólk geti nálgast þær.

Fólk sér þessi efni á innihaldslýsingu sem annað hvort undir sínum réttu nöfnum, koffín/coffein/koffein og synaphrin/synefrin, en einnig geta þau verið sett fram sem sítrusávextir og grænt te (Citrusfrugter/Citrus aurantium/Citrus fruits og Grön the/Green tee).

Það er hvorki hættulegt að drekka grænt te né borða sítrusávexti en hins vegar er að finna í þessum vörum miklu meiri styrk efna sem unnar eru úr þessum vörum, heldur en við fáum við beina neyslu á þeim og í þessari samsetningu getur það verið hættulegt heilsu okkar.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Brynhildi Briem hjá Umhverfisstofnun, í síma: 591 2000.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir – greinin birtist fyrst á vefnum í mars 2007

Previous post

Efnin sem geta valdið ofvirkni

Next post

Enn minnkar fiskneysla

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *