HeimiliðSamfélagið

Kynferðislegar vísanir hafa neikvæð áhrif á ákvarðanatöku hjá karlmönnum

Það eitt að reka augun í fallega konu er nóg til að koma karlmönnum í klandur þegar kemur að ákvarðanatöku, samkvæmt nýlegri rannsókn.

Áhrifin jukust með hækkandi magni testesteróns. Þetta kemur fram á vef BBC en rannsóknin var gerð í Belgíu.

Menn sem höfðu samþykkt að taka þátt í leik sem snerist um fjárfestingar voru sýndar myndir af kynþokkafullum konum eða kvenmannsundirfötum.

Niðurstöðurnar sýndu að mennirnir voru líklegri til að taka óhagstæðum tilboðum eftir að hafa séð myndirnar heldur en menn sem ekki fengu að sjá myndirnar. Þetta gefur til kynna að kynferðisleg áreiti trufla hugsanaferli karlmanna og einbeitingu og sérstaklega þeirra sem hafa hátt testesterónmagn í líkamanum.

Rannsakendurnir eru að vinna að sambærilegri rannsókn með kvenfólk en hingað til hefur þeim ekki tekist að finna sjónáreiti sem hefur áhrif á hegðun þeirra.

Previous post

Góð ráð við kvefi

Next post

Lækkun kynþroskaaldurs hjá stúlkum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *