Börn og unglingarFjölskyldanHeimilið

Mengun skaðleg lungum barna

Morgunblaðið sagði um helgina frá rannsókn sem gerð var í Kaliforníu í Bandaríkjunum á áhrif mengunar frá umferð á lungu barna. Rannsóknin bendir til að sterk tengsl séu á milli loftmengunar frá hraðbrautum og langtíma lungnaskaða í börnum.

Lungnaskaðinn er einkum rakinn til örsmárra agna sem koma frá útblæstri bifreiða.

Hér á landi bætist svo við mengun vegna nagladekkja en þau rífa upp malbikið og valda mikilli svifryksmengun. Þessar agnir komast einnig niður í lungu samkvæmt Sigurði Þór Sigurðssyni lungnalækni. Hann bendir þó á að meiri hreyfing sé á loftinu hér á landi en á hinn bóginn mælist mengun á höfuðborgarsvæðinu sambærileg við það sem gerist erlendis.

Samkvæmt Lúðvík Gústafssyni, deildarstjóra hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, fór mengun við mælingarstöð við Grensásveg, yfir heilsuverndarmörk 29 daga á síðasta ári.

Previous post

Magaspik og hrörnun hugans

Next post

Mikilvægi svefns

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *