MataræðiÝmis ráð

Litar- og aukaefni í mat

Breskir rannsakendur frá The University of Southampton gerðu nýlega, enn eina rannsóknina um litar- og aukaefni í mat og hve mikil áhrif þessi efni geta haft á börn og hegðun þeirra.

Áður hafa verið fundnar tengingar á milli ofvirkni og einbeitingaskorts og þess að litar- og eða ýmis aukaefni séu í fæðu þessara barna sem að hafa greinst með slíka hegðun.

Þau efni sem að tekin voru fyrir í þessari rannsókn og prófuð á bæði þriggja ára börnum og átta-níu ára börnum, voru: tartrazine (E102), ponceau 4R (E124), sunset yellow (E110), carmoisine (E122), quinoline yellow (E104) og allura red AC (E129).

Niðurstöðurnar voru birtar í tímariti mætvælaframleiðenda The Grocer og staðfestu þær niðurstöður sem að gerðar voru fyrir 7 árum síðan, að tenging er vissulega á milli hegðunarvandamála hjá börnum, s.s. eins og ofsaköst, léleg einbeiting, ofvirkni og ofnæmisviðbrögð og þess að þessi efni séu í fæðu þeirra.

Öll ofangreind efni sem að prófuð voru eru samþykkt til notkunar í matvæli innan EU, en nokkur af litarefnunum eru þó bönnuð í Skandinavíulöndunum og í Bandaríkjunum.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir – greinin birtist fyrst á vefnum í maí 2007

Previous post

Fæðan sjálf alltaf betri en fæðubótarefnin

Next post

Omega-3 og hegðunarvandamál

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.