MataræðiÝmis ráð

Fæðan sjálf alltaf betri en fæðubótarefnin

Samkvæmt nýjum rannsóknum veita appelsínurnar sjálfar fleiri andoxunarefni og meiri vörn, heldur en C-vítamín í töfluformi. C-vítamínríkir ávextir, sem eru fullir af andoxunarefnum verja frumurnar gegn skemmdum.

Þátttakendum var gefið, annaðhvort glas af blóðappelsínusafa, glas af C-vítamínbættu vatni eða glas af sykurvatni, án nokkurs C-vítamíns.

Í þeim tveimur hópum sem drukku vökva sem innihélt C-vítamín, hækkaði C-vítamínmagn í blóði þeirra, samkvæmt blóðrannsókn sem gerð var strax á eftir. En þegar að blóðsýnin voru sett í snertingu við vetnisperoxíð, efni sem er þekkt fyrir að skaða DNA, varð áberandi minni skaði á blóðfrumum þess hóps sem hafði fengið C-vítamínið úr ferskum safanum.

Niðurstöðurnar sýndu svo ekki um villir að næringarefnin í fæðunni sjálfri gera líkamanum mun meira gagn, en vítamínið eitt og sér. En gaman hefði verið, ef einnig hefði verið prófaður hópur í þessari rannsókn, sem að borðaði ávöxtinn sjálfan, ekki bara safann úr ávextinum.

(sjá einnig Vítamín og steinefni)

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir – greinin birtist fyrst á vefnum í maí 2007

Previous post

Grænt te gott gegn sjálfsónæmi

Next post

Litar- og aukaefni í mat

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *