Heilsubankinn Heilsubankinn
ForsíðaMataræðiHreyfingHeimiliðUmhverfiðMeðferðir
 
Spjallsvæðið
Á döfinni

Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.

Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.

Ég fitna sama hvað ég borða ! Prenta Rafpóstur

Niðurstöður úr tveimur rannsóknum hafa sýnt að bakteríuflóran í þörmum fólks sem er í yfirvigt er annars konar en fólks í kjörþyngd.

Bakteríurnar hjá fólki í yfirvigt vinna mun meira af kaloríum úr matnum og breyta þeim í fitu heldur en hjá fólki sem stríðir ekki við aukakílóin.

Einn rannsakendanna, Jeffrey Gordon, prófessor hjá Washington háskóla í St. Louis útskýrði þetta á þann hátt að það væri ekki gefið að tveir aðilar, sem borðuðu sama magn af morgunkorni, tækju upp jafn margar hitaeiningar úr korninu.

Önnur rannsóknin var gerð á músum og hin á mönnum. Það kom í ljós að bæði menn og nagdýr höfðu meira af bakteríum sem kallast "firmicutes" ef þau voru í yfirvigt og á móti voru viðföngin sem voru í kjörþyngd með meira af bakteríum sem kallast "bacteroidetes".

Rannsóknin á músunum sýndi að mýsnar í yfirvigt unnu mun meira af hitaeiningum úr flóknum sykrum og breyttu þeim í fitu. Þegar teknar voru bakteríur úr meltingarvegi músa í yfirvigt og þær settar í meltingarveg músa sem ekki voru í yfirvigt, þá þyngdust þær sömu nær tvöfalt meira en mýs sem ekki fengu þessar örverur.

Jákvæðu fréttirnar í þessu fyrir fólk í yfirvigt eru þær að það kom í ljós að þegar fólk í yfirvigt grenntist þá fækkaði bakteríunum sem það hefur í meira mæli og bakteríunum fjölgaði sem grannt fólk hefur í meira mæli.

Þannig að væntanlega með því að bæta mataræði sitt, með því til að mynda að taka út viðbættan sykur og hvítt mjöl, má leiðrétta þetta ójafnvægi í þarmaflórunni. Við það ætti fólk að grennast og geta farið að borða sama og aðrir án þess að fitna tvöfalt meira.

  Til baka Prenta Senda þetta á vin
 
Greinar Pistill dagsins Viðtöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og ábendingar Vandamál og úrræði
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn