MataræðiÝmis ráð

Að fasta

Í okkar nútímasamfélagi flæðir allt í mat og sem betur fer þekkja langflest okkar ekki skort. Allt snýst um mat og mikil orka fer í að velta honum fyrir sér. En við erum mikið búin að missa tengslin á milli matar og heilbrigðis.

Alls kyns eiturefni eiga greiða leið inn í líkama okkar. Mataræði okkar er uppfullt af efnum sem við meltum ekki og eigum erfitt með að losna við. Þar á meðal eru gerviefni sem notuð eru til að fá fram ákveðinn lit eða bragð, rotvarnarefni, afgangur af eiturefnum sem notuð voru til að vinna á skordýrum og illgresi og margskonar öðrum efnum sem eru misgóð fyrir okkur. Einnig öndum við að okkur eiturefnum vegna loftmengunar og að síðustu komast eiturefni inn í gegnum húðina. Það geta verið efni í klæðnaði, efni í hreinsiefnum og að síðustu úr snyrtivörum.

Yfir tíma safnast þessi eiturefni upp í líkamanum. Þau hringsóla í kerfinu og eru geymd í fitufrumum þar sem líkaminn ræður ekki við að losa sig við þau. Reglubundið leitast líkaminn við að losa sig við þessi efni og losna þau þá úr vefjum og fara út í blóðrásina. Við þetta finnum við til slappleika og getum við fundið fyrir höfuðverkjum, niðurgangi, liðverkjum og/eða þunglyndi.

Fasta er árangursrík og örugg leið til að hjálpa líkamanum við að hreinsa út þessi efni og flýtir hún einnig fyrir að efnin komist út úr kerfinu.

Líkami okkar býr yfir lækningarmætti, hann getur lagað flest allt sem aflaga fer í kerfinu en oft er hann þó ófær um að sinna því hlutverki vegna álags á kerfið. Þetta álag getur stafað af líkamlegu erfiði, álags frá meltingarkerfinu vegna neyslu matar sem líkaminn þolir ekki eða vegna ofáts og ekki má gleyma álagi vegna streitu. Fasta getur stutt líkamann til sjálfsheilunar.

Með því að hvíla líkamann frá þeirri vinnu að melta fæðu, gerir fastan líkamanum það kleift að losa sig við eiturefni og auðvelda þannig heilun.

Fasta getur í raun hjálpað til við að takast á við hvaða sjúkdóm sem er þar sem hún gefur líkamanum þá hvíld sem hann þarf til að vinna að bata.

En fasta kemur ekki bara að notum þegar um heilsuleysi er að ræða. Með því að fasta reglulega gefur þú líffærunum þínum hvíld og hægir þannig á öldrunarþættinum og eykur þannig líkurnar á lengra og heilbrigðara lífi.

Ef þið hafið áhuga á að fasta þurfið þið að undirbúa ykkur vel, lesa ykkur vel til um hvað þarf að hafa í huga og hvernig þarf að bera sig að. Ef þið ætlið að fasta lengur en í þrjá daga er ráðlegt að ráðfæra sig við meðferðaraðila eins og náttúrulækni eða næringarþerapista.

Ef þú ert haldin(n) alvarlegum sjúkdómi skalt þú ráðfæra þig við lækni áður en þú ákveður að fasta.

Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu aldrei að fasta.

Previous post

Kókosolía

Next post

Gleðilega hátíð? Aðventuhugleiðing Ingu Kristjánsdóttur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *