MataræðiÝmis ráð

Aspartam, gott eða slæmt?

Með aukinni kröfu almennings um að framleiðendur minnki notkun viðbætts sykurs, verður það sífellt algengara að notast er við gervisætuna Aspartam í matvæli. Mjög skiptar skoðanir eru á hversu góð vara þetta er. Næringarfræðingar segja að aspartam sé ekki skaðlegt ef þess er neytt innan viðmiðunarmarka. Brynhildur Briem, næringarfræðingur Umhverfisstofnunar segir t.d. í Fréttablaðinu um daginn að ,,hluti gervisætuefnis í gosdrykkjum verður að tréspíra þegar líkaminn meltir það. Líkaminn þarf fimmtán grömm af tréspíra til þess að missa sjónina” Skv. Brynhildi er magnið í drykkjunum í mjög litlu mæli og langt innan hættumarka.

Svo eru aðrir og þar á meðal rannsakendur sem segja að Aspartam safnist fyrir í líkamanum og geti valdið margskonar einkennum, s.s. höfuðverkjum, skapveiflum, sjóntruflunum, ógleði og niðurgangi, svefnvandamálum og jafnvel flogaköstum.

Samkvæmt rannsóknum er aspartam sérstaklega hættulegt börnum.

Tréspýri er þekktur fyrir að vera eitraður, jafnvel í litlum skömmtum. Neysla hans getur valdið blindu, heilabólgum og bólgum í hjarta. Jafnvel þó að Brynhildur segi að magn tréspýra sé í svo litlu mæli í matvöru þá er ekki vitað um áhrif þess ef Aspartam safnast fyrir í líkamanum.

Erum við tilbúin að taka þessa áhættu með neyslu aspartams eða veljum við hreint og beint að sleppa því og sneiða hjá vörum sem innihalda aspartam?

Birtist fyrst á vefnum 16. oktober 2016

Previous post

Valhnetur betri en ólífuolía

Next post

Grænt te lengir lífaldurinn

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.