MataræðiÝmis ráð

Valhnetur betri en ólífuolía

Valhnetur vinna á móti skaðsemi mettaðrar fitu

Samkvæmt niðurstöðum úr rannsókn sem framkvæmd var nýlega á Spáni vinna valhnetur gegn því að slagæðarnar í líkama okkar bólgni og oxist við það að við neytum mettaðrar fitu. Þetta gerir ólífuolían einnig. En það sem valhnetuolían hefur fram yfir hana er að hún heldur slagæðunum teygjanlegum sama hversu hátt kólesterólmagnið er.

Þetta þýðir að við getum unnið til baka eitthvað af þeim skaða sem hefur orðið á æðakerfi okkar vegna langvarandi neyslu óhollrar fitu.

Valhnetur passa mjög vel í allan austurlenskan mat, eins og t.d. karrýrétti.

Gott er að bæta þeim útí rétt áður en maturinn er borinn fram.

Einnig er upplagt að nota þær í salöt.

Hægt er að kaupa valhnetuolíu (í heilsubúðum) til að nota út á salatið og gefur hún gott, milt hnetubragð. Passar einstaklega vel með klettasalati.

Previous post

Blómkál -Skemmtileg tilbreyting í eldhúsinu

Next post

Aspartam, gott eða slæmt?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *