Heilsa

Líkamsþyngd og hjartasjúkdómar

New York Times sagði nýlega frá rannsókn sem skoðaði tengsl líkamsþyngdar og áhættu á hjartasjúkdómum og var fyrirsögnin að það væri betra að vera feitur og í góðu formi heldur en að vera grannur og í engu formi.

En spurningin er frekar þessi: Er þyngdin marktækur mælikvarði á heilbrigði?

Í ágúst birtist niðurstaða úr rannsókn í “The Archives of Internal Medicine” sem skoðaði tengsl líkamsþyngdar og sjúkdómsáhættu í hjarta- og æðakerfi. Þátttakendur voru 5.400 fullorðnir einstaklingar.

Það sem mælt var hjá þátttakendum voru þættir eins og blóðþrýstingur, kólesteról og blóðsykur.

Niðurstöður rannsóknarinnar sögðu frá því að 23,5% þeirra sem voru í eðlilegri þyngd mældust í áhættuhóp vegna hjartasjúkdóma, á meðan að 51,3% einstaklinga sem voru of þungir og 31,7% einstaklinga sem voru í flokki offitu mældust ekki í áhættu vegna hjartasjúkdóma.

Þættirnir sem fylgdu hjá fólkinu í eðlilega þyngdarflokknum sem mældust í áhættu voru hærri aldur, minni líkamleg virkni og breiðara mittismál. Fólkið í ofþyngdarflokknum sem mældist ekki í áhættuflokki voru frekar þeir í yngri kantinum, þeir sem voru ekki dökkir á hörund, voru meira líkamlega virkir og höfðu minna mittismál.

Það er varhugavert fyrir fólk sem er að stríða við ofþyngd að túlka þessa niðurstöðu sem svo að ofþyngd hafi lítið að gera með áhættu á hjartasjúkdómum. Niðurstöðurnar sýna að miklu stærri hópur of þungra einstaklinga eru í þessari áhættu heldur en þeir einstaklingar sem eru í eðlilegri þyngd eða 48,7% of þungra og 68,3% í offituflokki, á móti 23,5% fólks í eðlilega þyngdarflokknum.

Niðurstöðurnar segja hins vegar það að bæði eru þessir áhættuþættir til staðar hjá fólki í eðlilegri þyngd, þannig að það má ekki bara einblýna á þá sem eru í yfirvigt og eins það að líkamsþyngdin er ekki einhver algildur mælikvarði á áhættuþætti vegna hjarta- og æðasjúkdóma, heldur væri kannski mun betri mælikvarði að nota til dæmis frammistöðu á hlaupabretti.

En það er varhugavert að slá upp fyrirsögn eins og NYT gerir um að það sé betra að vera feitur og í formi en grannur og í engu formi. Það má kannski frekar segja að niðurstaðan styðji mikilvægi hreyfingar fyrir alla, sama hver líkamsþyngdin er. Það að vera innan eðlilegra marka á BMI staðlinum sé engin trygging fyrir almennu líkamlegu heilbrigði.

Einn áhættuþáttur sem kemur sterkt fram í rannsókninni er mittismál – það er orðið þekkt staðreynd að þeir sem safna frekar fitu á magann eru í mun meiri áhættu gagnvart hjartasjúkdómum og fleiri sjúkdómum en þeir sem safna frekar fitunni neðar á líkamann – sjá hér.

Previous post

Lífsstílssjúkdómar

Next post

Lyftiduft í stað gers

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *