Heilsa

Lífsstílssjúkdómar

Ég fjallaði í pistlinum fyrr í vikunni um nýjan innlendan sjónvarpsþátt sem snýst um svokallaða lífsstílssjúkdóma eða það sem við getum kallað velmegunarsjúkdóma. Ég birti hér nokkra athyglisverða punkta úr fyrsta þættinum.

Þættirnir munu fókusera á afleiðingar rangs mataræðis, ofáts, hreyfingarleysis, streitu og reykinga. Þessir þættir oraka 80% ótímabærra kransæðasjúkdóma í okkar þjóðfélagi.

Einnig eru fjölmargir aðrir sjúkdómar sem eiga rætur að rekja til þessara þátta og í sjónvarpsþættinum voru nefndir sem dæmi áunnin sykursýki, hjartasjúkdómar, þunglyndi og streita. Ég vil meina að fjöldi annarra sjúkdóma heyri undir þennan flokk og annan eins fjölda sjúkdóma er hægt að telja upp þar sem bættur lífsstíll getur haft afgerandi jákvæð áhrif í átt að heilbrigði.

Í þættinum kom fram að þriðjungur dauðsfalla í aldurshópnum 35 til 70 ára orsakist af reykingum eða sjúkdómum tengdum þeim. Reykingar hafa verið einna stærsti áhættuþátturinn hingað til en offita er nú sívaxandi vandamál og er talið að hún verði eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál aldarinnar.

Offita getur meðal annars valdið sykursýki 2 og er því spáð að fjöldi sjúklinga sem þjáist af þessum sjúkdómi eigi eftir að tvöfaldast á næstu 25 árum.

Á síðustu 20 árum hafa Íslendingar í aldurshópnum 45 til 64 ára, þyngst að meðaltali um 7 kíló og munum það að við erum að tala um meðaltöl.

Streita er annar áhættuþáttur sem getur haft miklar afleiðingar á heilsu okkar. Streita veikir ónæmiskerfið og getur orsakað marga sjúkdóma.

Konur sem þjást af langvarandi streitu eru 50% líklegri til að fá brjóstakrabbamein en þeim konum sem ekki þjást af slæmri streitu.

Í Evrópu er talið að um helmingur sjúklinga sem liggja inni á sjúkrastofnunum, séu þar vegna sjúkdóma sem stafa af röngum lífsstíl.

Previous post

Lækkun kynþroskaaldurs hjá stúlkum

Next post

Líkamsþyngd og hjartasjúkdómar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *