MataræðiVítamín

B12 vítamín (Kóbalamín)

B12 vítamínið vinnur á móti blóðskorti. Það vinnur með fólinsýru við stjórnun á myndun rauðra blóðkorna og gegnir hlutverki í því hvernig við nýtum járn. B12 vítamínið hjálpar til við meltingu, upptöku á næringarefnum, nýtingu próteina og meltingu kolvetna og fitu.

B12 viðheldur heilbrigði húðarinnar, vinnur að viðhaldi og uppbyggingu taugakerfisins og að viðhaldi og uppbyggingu frumna líkamans almennt.

Skortur á B12 vítamínuinu orsakast fyrst og fremst af ónægri upptöku næringarefna, en það er algengast hjá eldra fólki og hjá fólki með vandamál í meltingarvegi.

Skortseinkenni geta verið óeðlilegt göngulag, veiking beina, síþreyta, harðlífi, þunglyndi, meltingartruflanir, svimi, ofvöxtur í lifur, óþægindi í augum, hausverkur og mígreni, bólgin tunga, erfiðleikar við öndun, minnistap, skapsveiflur, streita, taugaskemmdir, aukin sýkingarhætta, tíðir marblettir og blóðleysi.

Við fáum B12 vítamín úr ölgeri, eggjum, skelfiski, síld, nýrum, lifur, makríl, mjólkurvörum og sjávarfangi.

Eiturvirkni er ekki þekkt við inntöku stórra skammta af B12 vítamíni.

Grænmetisætur og þá sérstaklega þeir sem eru Vegan þurfa að gæta þess sérstaklega að fá nægilegt magn B12 vítamíns. Líkaminn getur byrgt sig upp mörg ár fram í tímann af efninu og þess vegna koma skortseinkenni ekki endilega fram í fyrstu. Grænmeti er mjög snautt af B12 vítamíninu og skortur á því getur haft alvarlegar afleiðingar. Þari (dulse, kelp, kombu og nori) inniheldur þó B12 vítamín en deildar meiningar eru um hversu vel við náum að taka það upp og nýta. Sojabaunir og sojavörur innihalda einnig B12. Grænmetisætur ættu að skoða það að taka inn B12 bætiefni og þeir sem eru Vegan ættu alltaf að taka inn B12.

Ef áhyggjur vakna um B12 vítamínskort þá er hægt að mæla það í blóðprufu og þeir sem þjást af alvarlegum skorti geta fengið B12 sprautur hjá lækni.

Höfundar: Helga Björt Möller og Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Melatonín

Next post

B6 vítamín (Pýridoxín)

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.