UmhverfiðUmhverfisvernd

Erfðabreytt hrísgrjón með genum úr mönnum

Bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út samþykki með takmörkunum sem leyfir útsáningu á erfðabreyttri matvælauppskeru sem inniheldur gen úr mönnum.

Hrísgrjónin innihalda ónæmisprótein úr mönnum. Ef þessi samþykkt kemst alla leið í gegnum kerfið mun sáning grjónanna hefjast nú í vor.

Gagnrýnendur þessarar ákvörðunar hafa tjáð áhyggjur sínar yfir því að mengun geti orðið á þann hátt að erfðabreyttar afurðir geti borist í hreinar afurðir.

Sama dag og bandaríska landbúnaðarráðuneytið greindi frá þessari ákvörðun sinni, sagði það jafnframt frá því að fundist hefðu menguð hrísgrjón í Arkansas en þau fundust innihalda erfðafræðilega breytt efni sem ekki var samþykkt til neyslu.

Samkvæmt fyrirtækinu sem sækist eftir að rækta þessi hrísgrjón geta þau leitt til framleiðslu á ódýru ónæmispróteini sem hefur hjálpað börnum að ná sér hraðar af slæmum niðurgangi. Fyrirtækið er að leita eftir leyfi frá bandaríska matvælaeftirlitinu til að fá að bæta próteininu við matvöru eins og jógúrt og morgunkorn.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í mars 2007

Previous post

Heitir reitir varhugaverðir

Next post

Kolefnismerktar vörur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *