UmhverfiðUmhverfisvernd

Fræsafn

Erfðabreytt ræktun og iðnaður vinnur sífellt á móti líffræðilegri fjölbreytni og á hún meir og meir í vök að verjast.

Til dæmis má nefna að hér áður fyrr voru ræktuð hundruðir tegunda af kartöflum og maís í heiminum, en nú eru þetta nokkrar tegundir og þeim fækkar stöðugt.

Eitt af því sem gert hefur verið til að vernda fjölbreytileikann, er að setja upp fræsöfn og eru um 1400 slík söfn til um víða veröld. Nú í vetur verður sett upp safn á Svalbarða sem verður nokkurs konar safn safnanna. Þessu safni er ætlað að vera nokkurs konar öryggisnet fyrir öll önnur fræsöfn í heiminum ef slys eða óhöpp skyldu eiga sér stað.

Svalbarði býr yfir kjöraðstæðum fyrir þetta safn vegna þess hve norðarlega hann er á jörðinni. Geymsluhvelfingin verður sprengd inn í fjall og verður þar sífrost. Engin hætta stafar af straumrofi né hækkandi sjávarborði.

Í hvelfingunni verður rúm fyrir meira en fjórar milljónir mismunandi tegundir og stofna fræja, alls staðar að úr heiminum.

Það er hálf nöturleg staðreyndin um hvert náttúran stefnir af völdum manna, þegar fara þarf í svona verndunaraðgerðir.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Af hverju fer kaffiverð hækkandi?

Next post

Heitir reitir varhugaverðir

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *