UmhverfiðUmhverfisvernd

Heitir reitir varhugaverðir

24 stundir birtu frétt um að íbúar í Þrándheimi í Noregi séu margir áhyggjufullir um heilsu sína eftir að þráðlaust net var lagt um alla borgina.

Fylkislæknirinn í Þrándheimi er málsvari þessa hóps og segist hann ekki hafa áhyggjur af því að þetta sé banvænt eða að það valdi krabbameini, þar sem geislunin sé lítil, en hins vegar óttist hann að þetta geti leitt til annars konar heilsufarsvanda. Nefnir hann í því sambandi þreytu, einbeitingarörðugleika, höfuðverki og útbrot.

Dósent í Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi hefur safnað saman miklu magni af skýrslum, eða yfir 2000 talsins, sem sýna að það er samhengi á milli lítillar geislunar og breytinga á erfðaefni, ónæmiskerfi og frjósemi.

Þetta eru þættir sem eiga eflaust eftir að verða mikið ræddir í framtíðinni. Stöðug aukning er í þessari mengun í andrúmsloftinu. Sjónvarps- og útvarpsbylgjur, þráðlaust net, þráðlaust símasamband og það er bókstaflega allt að verða þráðslaust.

Þetta er gríðarlega hröð þróun og má ætla að áhrif hennar á heilsufar muni gæta í auknu mæli á næstu árum. Við vitum sáralítið í dag um þessi áhrif.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í nóvember 2007

Previous post

Fræsafn

Next post

Erfðabreytt hrísgrjón með genum úr mönnum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *