FjölskyldanHeimiliðMeðganga og fæðing

Fiskneysla á meðgöngu er gagnleg barninu

Rannsókn frá The US National Institutes of Health og Bristol University, komst að þeirri niðurstöðu að ef neytt er meira af feitum fiski á meðgöngunni, séu börnin heilbrigðari og eigi auðveldara með að læra í framtíðinni.

Lagðar voru spurningar fyrir 11.875 þungaðar konur, þær voru spurðar ítarlega um matarvenjur og mataræði á meðan að þær gengu með börnin.

Einnig sýndu niðurstöðurnar áberandi mælanlegan mun á hæfni barnanna á samskiptum og félagslegri stöðu þeirra við sjö ára aldur. Þau sem að áttu mæður sem að höfðu neytt mikið af fiski á meðgöngunni, stóðu mun betur að vígi.

Skiptar skoðanir eru á fiskneyslu þungaðra kvenna, hvort heldur mæla eigi með neyslu fisks eða ekki, á meðan að þær ganga með barnið. Það sem að virðist vega hæst þegar mælt er á móti neyslu fisks, er umræðan um hve mengaður fiskurinn er orðinn í sjónum. En það sem að vegur hæst þegar mælt er með neyslu fisks, er hollusta Omega 3 fitusýrunnar, sem feitur fiskur er uppfullur af.

Haft er eftir Professor Robert Grimble, prófessors í næringarfræði við The University of Southampton, að umræðan um eiturefni í fiski hafi verið í loftinu lengi, en rannsóknir sýni þó að eitrunin sé mjög lítil á móts við hollustuna sem að fáist úr fiskinum. Ef teknir eru inn grænþörungar (Chlorella) með fiskinum, eða strax á eftir fiskmáltíð, hjálpar það verulega við að losa líkamann strax við mercury og önnur eiturefni sem að gætu verið í fiskinum.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í mars 2007

Previous post

Koffín eykur líkur á fósturláti

Next post

C-vítamínskortur getur orsakað fyrirburafæðingar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.