FjölskyldanHeimiliðMeðganga og fæðing

Koffín eykur líkur á fósturláti

24 stundir segja frá bandaríkskri rannsókn sem sýnir að mikil neysla á koffíni á meðgöngu auki hættu á fósturláti og rannsakendur mæla með því að þungaðar konur hætti með öllu að neyta koffíns á meðgöngu.

Rannsóknin sýndi að það var sama hvaðan koffínið kom, það hafði sömu áhrif. Þungaðar konur ættu því að sneiða hjá öllum vörum sem innihalda koffín í einhverju magni, s.s. kaffis, tes, gosdrykkja með koffíni og kakós.

Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að meiri hætta er á fósturláti hjá þeim konum sem einhvers koffíns neyta, miðað við þær sem ekkert koffín fá. Jafnframt kemur fram að konur sem neyta 200 milligramma eða meira af koffíni daglega eru í tvöfaldri hættu á við áhættuna hjá hinum. 200 mg. samsvara tveimur til þremur kaffibollum á dag.

Rannsóknin náði til 1063 þungaðra kvenna á árunum 1996 til 1998.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í janúar 2008

Previous post

Endurvinnslutunnan

Next post

Fiskneysla á meðgöngu er gagnleg barninu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *