FæðubótarefniMataræði

Flavonoids

Stöðugt má lesa greinar í blöðum um hollustu alls kyns vöru vegna þess að hún inniheldur andoxunarefnið flavonoids. Þar á meðal eru dökkt súkkulaði, rauðvín og grænt te.

Flavonoids er mjög öflugt andoxunarefni. Það er efnasamband sem plöntur framleiða til að verja sig gegn sníkjudýrum, bakteríum og gegn skemmdum á frumum. Meira en 4.000 ólíkar gerðir flavanoida eru þekktar og finnast þau í ávöxtum, grænmeti, kryddum, fræjum, hnetum, blómum og berki.

Úr eftirfarandi fæðutegundum fáum við mest af þessu öfluga andoxunarefni: Víni og þá sérstaklega rauðvíni, eplum, bláberjum, aðalbláberjum, lauk, soja vörum og grænu tei.

Ákveðin flavonoidefni í ávöxtum og grænmeti hafa mun meiri andoxunaráhrif en C og E vítamín eða Beta-carotín.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Grape Seeds Extract (Quercitin)

Next post

Fæðuval og skapsveiflur - áhrif Selens á líðan

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.