MataræðiÝmis ráð

Flöskuvatn

Við Íslendingar erum góðu vön þegar kemur að vatninu okkar. Við þekkjum það víða erlendis frá að fólk kaupir frekar vatn á flöskum í stað þess að drekka kranavatnið.

Morgunblaðið sagði frá því á dögunum að rannsókn hefði verið gerð á hreinleika flöskuvatns og kom í ljós að flöskuvatnið reyndist innihalda mun meira af bakteríum en venjulegt kranavatn.

Flöskuvatn frá Frakklandi kom verst út í rannsókninni og í því mældust allt að 5.000 bakteríur í hverjum millilítra. Leyfilegt hámark í kranavatni er 100 bakteríur á millilíter.

Það er vert að hafa þetta í huga þegar framboðið er að aukast hér heima á alls kyns vatni á flöskum. Nú er hægt bæði að kaupa venjulegt vatn og eins bragðbætt vatn án kolsýru. Er ekki miklu betra að fá sér bara vatn úr krananum og kreista út í sítrónu- eða appelsínusafa.

Einnig er hægt að setja smá djúsdreitil út í vatnið.

Annað sem gott er að hafa í huga er að efni út mjúku plasti smitast alltaf að einhverju leyti út í vatnið og mengar þannig líkama okkar þegar við neytum.

Og að lokum er að sjálfsögðu miklu umhverfisvænna að nota kranavatnið. Hafa þarf í huga þá mengun sem hlýst af því að framleiða og flytja vatnið í verslanir. Samkvæmt fréttinni í Morgunblaðinu þarf 1.500 sinnum meiri orku til að framleiða og flytja flöskuvatn, heldur en sama magn af kranavatni.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir 

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Er sykur "fíkni"efni?

Next post

Að þvo grænmeti og ávexti

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *