FæðuóþolMataræði

Ert þú með gersveppaóþol (Candida Albicans)?

Svaraðu eftirfarandi spurningum og athugaðu líkurnar

 1. Ertu stöðugt þreytt(ur)?
 2. Færðu oft vindverki, uppblásinn maga eða óþægindi frá kvið?
 3. Ertu með sterkar sykurlanganir, borðar mikið brauð eða ertu fíkinn í bjór eða aðra áfenga drykki?
 4. Þjáistu af hægðartregðu, niðurgangi eða af hvorutveggja á víxl?
 5. Sveiflastu mikið í skapi eða þjáistu af þunglyndi?
 6. Ertu oft pirruð(aður), reiðistu auðveldlega eða ertu oft kvíðin(n)?
 7. Áttu erfitt með að hugsa skýrt, ert utan við þig eða áttu erfitt með að einbeita þér?
 8. Svimar þig stundum?
 9. Ertu með verki í liðamótum, t.d. í hné, olnboga, úlnlið eða öxl?
 10. Áttu það til að fitna án þess að breytingar séu á mataræði þínu?
 11. Ertu með sviða, kláða eða óþægindi frá leggöngum eða blöðruhálskirtli?
 12. Ertu með minnkaða löngun í kynlíf?
 13. Hefurðu tekið sýklalyf?
 14. Notarðu eða hefurðu notað getnaðarvarnarpilluna?
 15. Hefurðu einhvern tíma tekið steralyf, s.s. cortisone?

Teldu hversu mörgum spurningum þú svaraðir játandi.

Líkur á gersveppaóþoli:

Fjöldi ,,Já” svara = Líkur

11 eða fleiri = Mjög miklar

7 til 10 = Miklar

5 til 6 = Hóflegar

4 eða færri = Litlar

Previous post

Sykurlöngun!!

Next post

Nokkur góð ráð fyrir meltingu um jól og aðventu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.