FæðuóþolMataræði

Sykurlöngun!!

Aðilar sem hafa verið að taka sykur út úr mataræði sínu eftir að hafa lesið sér til um gersveppaóþol hérna á vefnum, hafa verið að hafa samband og leita ráða varðandi sykurlöngun.

Fólk talar um að sykurlöngunin hellist yfir með svo miklum þunga að erfitt sé að standa gegn henni.

Fyrsta vikan er verst. Þá er gersveppurinn að drepast og líkaminn kallar á sykurinn til að næra hann. Reynið að setja ykkur takmark að komast í gegnum þrjár vikur.

Ég vil ráðleggja fólki að vera duglegt að drekka grænmetissafa. Hann slær á sykurlöngunina og sér okkur fyrir blóðsykri. Gulrótarsafinn er sætastur og oft finnst fólki hann þ.a.l. bestur en ég mæli einnig með blönduðum söfum. Þeir fara ekki eins hratt í og úr blóðinu.

Ég hvet fólk líka til að vera duglegt að drekka vatn. Sérstaklega þegar það er að hreinsa svona út úr mataræðinu. Þegar við hættum að borða óhollustuna fara eiturefnin í líkamanum að hreinsast út. Við þurfum að vera dugleg að drekka vatn til að flýta fyrir þessari hreinsun. Einnig er mjög gott að vera duglegur að elda grænmetissúpur og ég mæli sérstaklega með misosúpu.

Það er staðreynd að lang flest okkar drekkum allt of lítið vatn og algengt er að við erum farin að rangtúlka skilaboð líkamans um þorsta, sem svengd. Þess vegna er algengt að þegar líkaminn gefur upplýsingar um að hann vanti vökva, þá förum við í að narta eitthvað. Þegar þið finnið þessa miklu sykurlöngun, byrjið þá á að drekka glas af vatni og bíðið í 10 mínútur. Ef þið eruð enn með löngun í sykur, fáið ykkur þá grænmetisdjús, grípið gulrót til að bíta í eða fáið ykkur möndlur eða fræblöndu til að maula á.

Svo er bara að taka einn dag í einu. Ef þið komist í gegnum þrjár vikur þá get ég lofað að ykkur er farið að líða strax miklu betur og þá er auðveldara að finna viljann til að halda áfram á sömu braut.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Nánar um mataræði við gersveppaóþoli

Next post

Ert þú með gersveppaóþol (Candida Albicans)?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *