MataræðiUppskriftirÝmis ráð

Glútenlaust

Pistill frá Sollu

Það getur verið óborganlegt að sjá kvikna á perunni hjá fólki, sérstaklega ef maður hefur verið búin að reyna að “kveikja” en án árangurs. Ég ætla að deila með ykkur krúttlegri sögu um það.

Ég settist eitt kvöldið fyrir framan sjónvarpið og þá var Oprah í sjónvarpinu. Hún var að tala við einhverjar 2 ofurfyrirsætur og leikkonur. Þessar konur áttu það sameiginlegt að eiga börn með mikið gluten og mjólkuróþol sem ekki mældist hjá læknum en þær sáu sjálfar ótrúlega mikinn mun á börnunum ef þau voru á gluten og mjókurlausufæði.

Ég hringdi í vinkonu mina sem er með barn í þessari stöðu og sagði henni að prófa að kveikja á sjónvarpinu, þessi vinkona mín elskar allt “celeb” fólk og ekki skemmir ef það er útlenskt. Ég hélt á tímabili að Angelica og Brad væru persónulegir vinir hennar, því hún vissi örugglega meira um þau en þau sjálf….

Alla vegana ég hringi og bendi henni á að kveikja á sjónvarpinu, soldið flottar kellur að ræða við Opruh. “Ó mæ godd, hvernig fór þetta framhjá mér” sagið hún, skellti á mig og henti sér fyrir framan sjónvarpið. Daginn eftir fór ég á fund og setti símann minn á silent. Þegar ég labbaði út af fundinum sá ég að það voru 7 missed call. Öll frá vinkonu minni. Ég var viss um að eitthvað hefði komið fyrir og hringdi í hana. “Solla Solla” half gargaði hún ótrúlega æst á mig í símann. “Veistu að hráfæði er oftast alveg glútenlaust?” svo dró hún aðeins andann en hélt áfram: “Mér finnst þú ættir að kynna þér það soldið nánar.” Ég missti andlitið en bendi henni síðan á að sl tæp 15 ár hefði ég verið meira eða minna á hráfæði. “Það getur vel verið” sagði hún með smá vandlætingar tón í röddinni, “en þú heyrðir hvað ég sagði og meira að segja Brad er að reyna að fá Angelicu yfir á hráfæði, það gengur nú svona og svona en hún er farin að spá soldið í það glútenlausa.”

Sífellt fleiri með glútenóþol
Þessa dagana finnst mér ég heyra í sífellt fleira fólki sem er á hveitilausu eða glúteinlausu fæði. Hóparnir skiptast upp í tvennt. Annars vegar fólk sem er með hveitióþol og finnst mér sá hópur fara sí vaxandi.

Það fólk þolir engar vörur sem innihalda hveiti. Svo eru það hinir sem hafa glútenofnæmi eða Coeliac. Sá hópur er töluvert minni. Glúten er í raun eggjahvítuefni sem fyrirfinnst í korntegunum.

Hjá þeim sem hafa glútenofnæmi (coeliac) veldur glútenið bólgu í slímhúðinni með þeim afleiðingum að þarmatoturnar skaddast. Afleiðingarnar verða truflun á eðlilegu frásogi á ýmsum vítamínum og steinefnum, m.a. kalki. Helstu einkennin sem fólk finnur fyrir eru:
Niðurgangur, kviðverkir, þreyta, þurr húð og exem, slappleiki og jafnvel þunglyndi. Oft eru einkennin það óljós að mörg ár líða áður en við áttum okkur á hvað sé í raun og veru í gangi.

Einkennin á hveitióþoli og glútenofnæmi (celiac) lýsa sér svipað hjá mörgum. Besta aðferðin til að losna við hveitióþol er að sneiða hjá öllum vörum sem innihalda hveiti og þeir sem eru með glútenofnæmi (celiac) þurfa að láta allar vörur sem innihalda gluten alveg í friði. Þær korntegundir sem innihalda glúten eru: hveiti, rúgur, bygg, hafrar og spelt. Þeir sem hafa hveitióþol þola margir hverjir aðrar korntegundir en hveiti og geta því notað t.d. spelt til að baka úr.

Hvað á ég nú að borða? Hvernig baka ég glútenlaus brauð og kökur? Hvað nota ég til að þykkja sósur? Get ég ekki borðað brauð aftur?

Fullt af spurningum vakna. og þar sem við mannfólkið erum einn stór vani þá fallast okkur oft hendur og finnst þetta allt ótrúlega mikið mál.

Ég trúi því að allt megi leysa og árangurinn fer eftri því hversu tilbúin og opin við erum fyrir lausninni.

Aðal lausnin er fræðsla og framkvæmd
Við þurfum að fræðast og kynnast nýju hráefni sem er hveitilaust og glúenlaust. Þegar hveitióþol er annars vegar er í flestum tilfellum hægt að skipta heilhveiti út fyrir spelt og hvítu hveiti út fyrir fínt spelt. Hvað glútenofnæmi varðar þá í staðin fyrir hveiti í pönnukökur getum við notað bókhveiti, í staðin fyrir hafraflögur í morgunkorni getum við notað hirsiflögur, þegar við erum að “deyja úr hungri” getum við fengið okkur hrísköku með góðu hnetusmjöri og spírum í staðin fyrir hveitibrauðsneið.

Eitt aðalatriðið er að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi, að falla ekki í þá gildru að borða einhæft. Við getum líka breytt matarvenjum lítilla barna strax frá byrjun. Í staðin fyrir að gefa þeim brauð og “seríós” í alla mata að vanda valið á góðum kolvetnum. Við getum gefið þeim grauta úr hirsi, amaranth, quinoa, kamút, bókhveiti, hrísgrjónum. Í staðin fyrir að rétta litlum börnum brauð eða kex að naga getum við rétt þeim ávaxtabita, grænmetisbita eða söl svo eitthvað sé nefnt. Við höfum tækifærið til að breyta vananum. Og það sem mest er um vert: Við getum byrjað núna ……… núna……………. núna……….núna…………núna…..

gangi ykkur sem allra best
Solla

 

Glútenlausar uppskriftir

Ég mæli með að þið hafið sem mest af hráefninu lífrænt ræktað.
Glútenlaust Sollu brauð – ótrúlega einfalt og gott

Muffins

Súkkulaðikaka m/súkkulaðikremi

Previous post

Heimagerð páskaegg úr heimagerðu súkkulaði

Next post

Ofurfæða - Ofurmömmur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *