Hreinir djúsar
Breskir vísindamenn hafa komist að því eftir margar rannsóknir í Bretlandi að flestir ávaxta- og grænmetisdjúsar, sem eru 100% og án viðbætts sykurs eða annarra efna, ættu að vera jafn árangursríkir til að berjast á móti sjúkdómum og ávextirnir og grænmetið sjálft.
Andoxunarefnin, sem eru í ávöxtunum og í grænmetinu eru jafnmikið til staðar í djúsnum, þó að hann hafi verið pressaður úr matnum. Þau skipta ekki minna máli í baráttunni við sjúkdóma en ávaxta- og grænmetistrefjarnar.
Glas af góðum djús, telst með sem 1 skammtur, þegar taldir eru dagsskammtar á neyslu ávaxta og grænmetis. Mælt er með að hver og einn borði a.m.k. 5 skammta daglega.
Einnig hefur það komið í ljós samkvæmt Journal of Medicine að ávaxta- og grænmetisdjúsar geta mikið hjálpað við baráttuna við Alzheimer´s sjúkdóminn.
Í skýrslu sem að kom frá rannsóknarstofu á vegum breska heilbrigðisráðuneytisins má lesa eftirfarandi. Safar koma að gagni gegn of háum blóðþrýstingi, gegn hjarta- og æðasjúkdómum, nýrnasjúkdómum og offitu. Einnig hafa þeir reynst vel vegna skeifugarnasára, niðurgangi, ristilbólgum og fleiri meltingarfæravandamálum.
Hér er engan vegin upptalin öll sú gagnsemi sem að ávaxta- og grænmetisdjúsar hafa á heilsu okkar og vil ég benda á bókina Endalaus orka, eftir Judith Millidge. Í þessari bók eru yfir 200 uppskriftir af bráðhollum ávaxta- og grænmetissöfum og mikill fróðleikur um gagnsemi ávaxta og grænmetis á líkamsstarfsemi okkar. Bók sem að ætti að vera til á hverju heimili og enginn er svikinn af. Hægt er að fletta upp kvillum og útbúa djús sem mótvægi.
Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum 2. febrúar 2007
No Comment