UmhverfiðUmhverfisvernd

Pilla gegn gróðurhúsaáhrifum jórturdýra

Við höfum greint frá því hér í Heilsubankanum að búfé veldur hlýnun andrúmslofts (sjá hér – Búfé veldur hlýnun andrúmslofts).

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu er nú verið að þróa pillu sem kemur í veg fyrir vindgang hjá kúm og er það nýjasta aðferðin til að vinna á móti hlýnun loftslags.

Vindgangur jórturdýra er talinn valda um 4% gróðurhúsaáhrifa vegna losunar metans og má búast við að þessi áhrif aukist vegna fólksfjölgunar og þ.a.l. aukinnar eftirspurnar eftir kjötvöru.

Vísindamenn í Hohenheim háskólanum í Stuttgart vinna nú að því að þróa pillu fyrir kýr sem dregur úr metanframleiðslunni sem verður til við meltingu þeirra á grasi. Pillan kemur í veg fyrir að hluti grassins breytist í metan og eykur hún því að sama skapi næringarupptöku dýranna.

Notuð eru ákveðin fæðubótarefni í þessu skyni. Dýrin í rannsókninni munu fá hnefastórar töflur sem sitja í vömbinni og dregur hún úr metanframleiðslunni sem orsakast af bakteríuflóru vambarinnar.

Metan er meira en tuttugu sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund heldur en koltvísýringur og orsakar það einn fimmta af gróðurhúsaáhrifunum á jörðinni. Þar af bera jórturdýr ábyrgð á tæplega 20% losunarinnar.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir – greinin birtist fyrst á vefnum í apríl 2007

Previous post

Getum við keypt regnskóg?

Next post

Minnkun skóga

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *