MataræðiÝmis ráð

Spergilkál í lið með ónæmiskerfinu

Grænmeti af krossblómaætt svo sem spergilkál, blómkál, næpur, rófur og hvítkál innihalda sérstaklega mikið af efnasamböndum sem styðja við ónæmiskerfi líkamans.

Eitt þessara efnasambanda heitir sulforaphane og er talið vinna gegn krabbameinsvaldandi efnum á margan máta. Það er t.d. talið styrkja lifrina við að hreinsa út ýmis skaðleg efnasambönd og draga úr stökkbreytingum frumna.

Sulforaphane virkar líka örvandi á andoxunarefni en þau vinna meðal annars gegn öldrun frumna og gegn ýmsum krónískum sjúkdómum. Efnasambandið hefur margþætt áhrif á ónæmiskerfið og stuðlar að bættri heilsu almennt.

Það er mismunandi hve grænmetistegundirnar innihalda mikið af efninu. Það fer eftir því hve gamalt það er, hvort það er lífrænt, hvort það hefur verið fryst, hvernig það er eldað o.s.frv. Æskilegt er að neyta um kílós af sulfaraphane-ríku grænmeti á viku til að draga úr líkunum á ákveðnum krabbameinum en minnka má neysluna ef grænmetið er ungt, lífrænt, ófryst, hrátt eða lítið unnið.

Ljóst er að spergilkál og fleira grænmeti fer misvel í fólk. Vissulega fyrirfinnst sulfaraphane í fleiri grænmetistegundum og hver og einn þekkir hvað hentar sér best. Eftirtaldar grænmetistegundir eru mjög ríkar af vítamínum og efnum sem örva ónæmiskerfið: Aspas, avókadó, grænt og rautt kál, spergilkál, salatblöð, blómkál, sellerí, laukur, paprika, tómatar, næpa, spínat og kúrbítur.

Höfundur: Helga Björt Möller

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Í staðin fyrir sunnudagssteikina

Next post

Meðlætissalöt - með öllum mat

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *