MataræðiÝmis ráð

Svört hindber

Nýleg rannsókn sem gerð var af rannsóknarteymi frá ríkisháskólanum í Ohio, gefur til kynna að máttur svartra hindberja sé mikill og geti þau hjálpað í baráttunni við krabbamein í vélinda og ristli. Niðurstöðurnar voru birtar á alþjóðlegum fundi The American Chemical Society í mars síðastliðnum.

Prófessor Cary Stoner, Ph.D., leiddi rannsóknina, sem gerð var á rottum, sem höfðu verið sýktar með krabbameinsvaldandi efnum. Mælingar voru gerðar á tíðni æxla hjá rottunum og bornar saman niðurstöður. Þær rottur sem fengu safa úr svörtum hindberjum, sýndu 60% fækkun á æxlum í vélinda og allt upp í 80% fækkun á ristilsæxlum. 

Þetta eru mun meiri áhrif en við höfðum gert okkur vonir um, sagði Stoner og þetta gefur miklar vísbendingar og meiri sannanir þess, hve ber eru holl og hve mikil andoxunarefni eru í þeim, sem vernda frumur líkamans fyrir skemmdum.

Svört hindber eru rík af A-, C- og E-vítamínum, einnig fólínsýru og steinefnum, t.d. seleni, sinki og kalki. Vitað er samkvæmt fjöldanum öllum af rannsóknum á næringarinnihaldi berja að þau geti verulega hjálpað til að draga úr áhættunni á krabbameini og ættu allir að borða ber daglega.

Sjá einnig: Bláber eru góð fyrir ristilinn og Fæðutegundir ríkar af andoxunarefnum

Previous post

Súrt og basískt mataræði

Next post

Gagnsemi fisks og lýsis

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.