MataræðiÝmis ráð

Gagnsemi fisks og lýsis

Lýsið eða Omega-3 fitusýrur koma ekki í veg fyrir alvarlegt hjartaáfall, en með inntöku á þessum fitusýrum, er hægt að draga verulega úr áhættunni að þróa með sér hjartasjúkdóma.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var af The Japan EPA Lipid Intervention Study (JELIS). Rannsóknin er áhugaverð á margan hátt, hún var gerð á 18.645 einstaklingum með hátt kólesteról í blóði og voru engir Japanir sem að fengu að taka þátt, þar sem þeir eru almennt vanir að borða mikinn fisk og hefðu þá getað haft áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar og eins var prófað mun hærra hlutfall af fæðubótararefninu en áður hefur verið gert.

Það kom í ljós að þeir sem borðuðu tvær fiskmáltíðir í viku, fengu nægjanlegt magn af Omega-3 til að verja sig gegn aukinni áhættu á hjartasjúkdómum og í raun var það svo að þó þeir bættu við auka inntöku af fitusýrunum, hafði það ekki mælanlega meiri vörn.

Þeir sem að fengu 900 mg daglega af fitusýrum, drógu úr áhættunni á hjartavandamálum um 19%. Enn og aftur sýna rannsóknir hve góð áhrif það hefur á heilsuna að borða vel af fiski.

Sjá grein um Valhnetur og verndandi áhrif þeirra á blóðrásarkerfið

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Svört hindber

Next post

Goji Ber

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *