MataræðiÝmis ráð

Goji Ber

Goji ber (Lycium Eleganus), stundum einnig nefnd úlfaber, hafa verið notuð af heilurum Himalayafjalla og í Asískum lækningum í þúsundir ára.

Talið er að andoxunarefnið, polysaccharides, í Goji berjunum sé sérlega afkastamikið, styrki frumurnar hratt og örugglega og styrki þar með ónæmiskerfið á undrahraða.

Tíbesku Goji berin eru talin vera kraftmikil og hafa mjög mikil og góð áhrif á heilsuna þar sem þau innihaldi svo mikið magn andoxunarefna. Að auki við að styrkja ónæmiskerfið svo vel, eru þau talin gefa mikla orku og draga úr þreytueinkennum, auka á almenna vellíðan og eru því oft kölluð „hamingjuberin”. Einnig eru þau sögð draga úr matarlyst og ofáti. Þau auka á framleiðslu T-frumna og hvetja hvítu blóðkornin til sinna hreinsunarstarfa. Að lokum eru þau talin stuðla að betri svefni og aukinni kynhvöt.

Goji berin innihalda flest þau næringarefni sem að við þurfum á að halda til að halda góðri heilsu. Að auki við andoxunarefnið polysaccharides, innihalda þau 500 sinnum meira C-vítamín en appelsínur, mjög hátt magn af karótíni, fjölda B-vítamína og E-vítamín. Einnig 18 amínósýrur og mikið af steinefnum, s.s. eins og sink, járn, kopar, kalk, selen, fosfór og fleiri nauðsynleg næringarefni.

Mælieiningin ORAC, stendur fyrir  “oxygen radical absorbance capacity” og mælir heildar andoxunarmöguleika bætiefna og annarra fæðutegunda. Tíbesku Goji berin mælast á ORAC-skalanum með 25.300 einingar, á meðan að sveskjur mælast með 5770, rúsínur 2830, bláber 2400, jarðarber 1540, spínat 1540, brokkolí 890, appelsínur 750, kiwi 602 , laukur 450 og eggaldin 390 einingar.

Góð byrjun á góðum degi er að fá sér „hamingjuber”. Hægt er að borða tíbesku Goji berin beint úr öskjunni eða blanda þeim út í morgundrykkinn eða morgunkornið. Mælt er með að borða daglega u.þ.b. 2-3 grömm, sem eru ca. 20-40 ber.

Previous post

Gagnsemi fisks og lýsis

Next post

Fiskur er frábær matur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *