MataræðiÝmis ráð

Fiskur er frábær matur

Borðar þú nægan fisk? Fiskneysla hefur minnkað gífurlega síðastliðna áratugi, því miður, þar sem neysla hans getur haft mikil og góð áhrif á heilsuna. Borða ætti fisk, allavega tvisvar í viku.

Fiskur inniheldur mikið af vítamínum, sérstaklega E-vítamín og B-vítamín, einnig steinefni eins og sink og selen, svo er hann mjög próteinríkur.

Hvítur fiskur, t.d. þorskur, skarkoli og ýsa, gefur fáar hitaeiningar og hefur lágt fituhlutfall. Aðeins 0.6 grömm af fitu og 83 hitaeiningar í hverjum 100 grömmum.

Feitari fiskur, eins og silungur, lax, túnfiskur, síld og makríll, hefur heldur ekki hátt fituhlutfall. Það getur verið frá 4 upp í 17 grömm af fitu í hverjum 100 grömmum, en um er að ræða góðar fitur sem að hafa góð áhrif á líkamann, þ.e. Omega-3 fitusýrur. (Sjá: Enga fitufælni takk)

Omega-3 fitusýrur geta dregið úr áhættu á hjartasjúkdómum með því t.d. að draga úr kólesteróli og  lækka blóðþrýsting. Mannsheilinn er 60% fita og er talað um að með aukinni inntöku af þessum góðu fitusýrum, getum við verulega bætt hæfileika okkar til að læra og að halda minninu þegar aldurinn færist yfir.

Þungaðar konur ættu að borða mikinn fisk, þar sem þessar góðu fitusýrur geta haft góð áhrif á þroska barnins í móðurkviði. Omega-3 fitusýrur geta hjálpað til við að koma í veg fyrir fyrirburafæðingu og stuðla að góðri fæðingarþyngd barnsins. Sagt hefur verið að börn mæðra sem að borðuðu mikinn fisk á meðgöngu, hafi oft háa greindarvísitölu.

Omega-3 fitusýrur, styrkja bein, tennur, húð og hár. Eru góðar fyrir æða- og taugakerfið. Þær styrkja ónæmiskerfið gegn ýmsum sjúkdómum og eru ómissandi fyrir heilastarfsemina.

Til eru margar spennandi uppskirftir af dásamlegum fiskréttum og eru til dæmis mjög góðar uppskriftir hér á síðunni, af annars vegar túnfisksteik og hins vegar grilluðum laxi.

Sjá einnig greinarnar: Er fiskur hollur eða ekki og Enn minnkar fiskneysla.

Previous post

Goji Ber

Next post

Fæðutegundir ríkar af andoxunarefnum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *