MataræðiÝmis ráð

Fæðutegundir ríkar af andoxunarefnum

Í nýlegri rannsókn á 100 ólíkum fæðutegundum úr jurtaríkinu kom fram að eftirfarandi tegundir höfðu hæst gildi andoxunarefna:

Ávextir: Úlfaber, Trönuber, bláber, brómber

Grænmeti: Baunir (rauðar, nýrnabaunir, pintobaunir og svartar baunir), ætiþistill

Hnetur: Pecan hnetur, valhnetur, heslihnetur

Andoxunarefni verja frumur líkamans fyrir skemmdum af völdum sindurefna (free radicals). Á þann hátt vernda þau okkur og draga úr líkum á krabbameini, hjartasjúkdómum og ótímabærri öldrun.

Hér á Íslandi getur oft verið erfitt að fá góð fersk ber á veturna en þá er kjörið að kaupa frosin (lífræn) ber og blanda út í þeyting eða ávaxtasafa.

Baunir eru frábær uppspretta trefja og eru ríkar af próteinum, auk þess að vera ríkar af andoxunarefnum. Þær innihalda nær jafn hátt gildi andoxunarefna og bláber sem hafa hingað til verið talin ein besta uppspretta andoxunarefna. Baunirnar má nota í alls kyns pottrétti og pastasósur og svo er upplagt að blanda þeim í salatið.

Við ættum að vera dugleg að nota hnetur dags daglega. Fyrir utan það hversu ríkar þær eru af andoxunarefnum, þá innihalda þær góðar fitusýrur og eru meinhollar.

Sjá einnig: AndoxunarefniHnetur og meiri hneturValhnetur

Previous post

Fiskur er frábær matur

Next post

Sleppum aldrei morgunmat

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *