Börn og unglingarFjölskyldanHeimilið

Tengsl mataræðis og hegðunarvandamála

Stöðugt algengara er að talað er um tengsl mataræðis við hegðunarvandamál og námsörðugleika hjá börnum.

Stöðug aukning er á að skoðuð séu tengsl mataræðis við til að mynda einhverfu, athyglisbrest, ofvirkni, lesblindu og Tourette.

Ég ætla að segja frá helstu þáttum í mataræði sem hafa gefið góða raun þegar átt er við athyglisbrest, með eða án ofvirkni og virðist vera að sömu þættir hafi verið að gefa góða raun þegar kemur að annars konar kvillum sem koma fram í hegðunarvandamálum.

Athyglisbrestur (Attention Deficit Disorder – ADD) og athyglisbrestur með ofvirkni (Attention Deficit Hyperactivity Disorder (ADHD) hafa verið gríðarlega vaxandi vandamál í Vestrænum samfélögum og er nú svo komið að talið er að allt frá 5 og upp í 15% barna eru talin vera með einkenni þessara raskana. Tíu sinnum fleiri drengir eru greindir með þessa kvilla heldur en stúlkur.

Það er fernt sem virðist skipta mestu máli varðandi mataræði og hegðunarraskanir:

  1. Taka út gersveppamyndandi og ofnæmisvaldandi fæði
  2. Taka út fæði sem inniheldur aukaefni
  3. Taka út salisílöt og efni sem unnin eru úr þeim
  4. Taka inn lífsnauðsynlegar fitusýrur og önnur nauðsynleg bætiefni

1. Gersveppamyndandi og ofnæmisvaldandi fæði:

Endurtekin og/eða löng inntaka á sýklalyfjum drepur niður góðu bakteríuflóruna í meltingarveginum. Þetta getur myndað ójafnvægi þar sem vöxtur gersveppa verður of mikill á kostnað góðra baktería. Þetta ástand getur valdið því að við vinnum ekki upp næringarefni sem skildi og ýmsir óæskilegir gestir eiga greiða leið inn í kerfið okkar. Þetta getur valdið einkennum sem svipar til einkenna ADD og ADHD.

Þegar börn eru greind með hegðunarvandamál ætti fyrsta skrefið að vera það að leiðrétta jafnvægi þarmaflórunnar. Taka þarf út alla fæðu sem ýtir undir vöxt gersveppsins og neyta í auknu mæli fæðis sem ýtir undir myndun góðra baktería. (Sjá grein um Gersveppaóþol).

Ójafnvægi í meltingarflórunni getur valdið ástandi sem meðal annars hefur verið kallað þarmaleki eða lekar garnir (leaky gut). Þarmaleki gerir það að verkum að of stórar sameindir sleppa út í blóðrásina, þ.e.a.s. sameindir sem hafa ekki að fullu verið brotnar niður og getur þetta valdið ofnæmisviðbrögðum.

Takið út allan mat sem er þekktur fyrir að vera ofnæmisvaldandi í þrjár vikur og prófið svo að taka inn eina fæðutegund í eina og fylgist með hvort breyting verður á hegðun barnanna á næstu dögum. Algengir ofnæmisvaldar eru hveiti, egg, mjólk, súkkulaði, maís og sojabaunir. Takið út þessar vörur og afurðir sem unnar eru úr þeim.

2. Aukaefni í matvöru

Sífellt fleiri rannsóknir sýna að ýmis aukaefni í matvöru ýta undir ofvirka hegðun. Áríðandi er að taka út eins og mögulegt er, öll litarefni, bragðefni, rotvarnarefni og sætuefni úr fæði barnanna. Þessi efni geta haft áhrif á taugakerfið og draga þau úr næmi fyrir taugaboðum.

Varist sérstaklega

  • E-621 -> Monosodium glutamate – MSG
  • E-321 -> Butylated hydroxy toluene (BHT)
  • E-320 -> Butylated hydorxy anisol (BHA)
  • E-251 -> Sodium Nitrate
  • E-250 -> Sodium Nitrite
  • E-211 -> Sodium Benzoate
  • Potassium nitrate
  • Sulfur dioxide
  • Acesulfame-K
  • Aspartam
  • Forðist önnur E-efni eins og kostur er. Góð regla er að kaupa aldrei vöru sem inniheldur fleiri en tvö E-efni.

Þeim mun meira af ferskmeti sem við notum, þeim mun minna þurfum við að velta þessum hlutum fyrir okkur.

3. Salísílöt

Forðist fæðutegundir sem innihalda salísílöt.

Þær eru helstar:

  • Möndlur
  • Nektarínur
  • Epli
  • Appelsínur
  • Apríkósur
  • Ferskjur
  • Ber
  • Paprikur
  • Negull
  • Plómur
  • Kaffi
  • Kartöflur
  • Agúrka
  • Sveskjur
  • Rúsínur
  • Te
  • Eggaldin
  • Tómatar
  • Vínber
  • Mynta
  • Varist Aspirín þar sem það er unnið úr salísólötum.

4. Lífsnauðsynlegar fitusýrur og önnur bætiefni

Við þurfum að fá lífsnauðsynlegu fitusýrurnar, omega-3 og omega-6 úr fæðunni, þar sem við myndum þær ekki sjálf. Þessar fitusýrur eru okkar aðal byggingarefni í líkamanum og til að mynda er 60% heilans fita.

  • Omega-3 fitusýrur fáum við t.d. úr hörfræolíu og dökk grænu laufgrænmeti
  • Omega-6 fitusýrur fáum við úr fræjum og hnetum og kaldpressuðum olíum unnum úr þeim.

Gefið börnunum kvöldvorrósarolíu en hún inniheldur gamma-linolenic acid (GLA). Talað hefur verið um að börn með ADD/ADHD geti ekki myndað þessa fitusýru sem er okkur nauðsynleg.

Gefið börnunum einnig DHA sem er unnin úr fiski. Mikið er af DHA í laxi, makríl, túnfiski, síld og sardínum.

Bætiefni sem gott er að gefa börnunum eru helst: Járn, Kopar, Króm, Kalk, Magnesíum, Sink, B-vítamín, C-vítamín, Gamma-amino butyric acid (GABA) og Quercetin.

Aðrir þættir sem þarf að huga að fyrir utan mataræði eru:

  • mengandi efni í umhverfi
  • sýklalyfjanotkun
  • sjónvarpsáhorf og notkun tölvuleikja
  • dagleg hreyfing
  • stjórn á umhverfi til að draga úr steitu / oförvun
  • jákvæð styrking á æskilegri hegðun
  • ómæld ást og stuðningur

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Rödd og réttur foreldra - Að taka upplýsta ákvörðun

Next post

ADHD - Athyglisbrestur / Ofvirkni

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *