MataræðiÝmis ráð

Vatn eða kók

Drekkum nóg

Við Íslendingar erum sterkbyggð þjóð og erum talin upp til hópa frekar heilbrigð að mati margra “heilsugúrúa” sem að komið hafa til landsins. Þeir hafa margir látið hafa eftir sér að vilja hreinlega flytja til landsins okkar, vegna svo margra þátta sem að þeir telja vera einstaka á Íslandi. Þeir nefna náttúruna okkar, sem að svo sannarlega er mikilfengleg, oft ögrandi og falleg. Loftið, sem að oftast er ekki eins mettað og á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Heitu hverina, heita vatnið og sundlaugarnar okkar, sem að eru fyrirtaks lækningaraðstaða, til dæmis er ein gömul lækningaraðferð sú að hita og kæla líkamann til skiptis.

Svipað og Finnar og Rússar nota heita saunu og snjóinn, þá getum við setið í heitu pottunum í laugunum í hörkufrosti. Og síðan vaðið snjóinn á sundlaugarbakkanum og stungið okkur í heita og notalega sundlaugina. En það sem að þeir telja vera okkar aðalauðlind er vatnið okkar. Hreint, bragðgott og beint úr krananum. Því miður kunnum við sjálf minnst að meta þennan unaðsdrykk – fyrr en kannski ef við flytjum erlendis. Ég held að ég geti fullyrt að allir þeir sem að flytja erlendis í einhvern tíma, hugsi oft um íslenska vatnið með söknuði.

Sem betur fer hefur vatnsdrykkja stórlega aukist. Að drekka vatn er algjör nauðsyn fyrir líkamann til að starfa eðlilega. En þó eru alltof margir sem drekka því miður of lítið vatn. Margt er í boði og oft er það þannig að það er meira spennandi, það sem að fæst í hillunum eða kælunum í búðunum heldur en það sem er alltaf aðgengilegt og kemur bara úr eldhúskrananum. Allir safarnir í fallegu umbúðunum, orkudrykkirnir í öllum regnboganslitum og svo gosið sem að allt, allt of mikið er drukkið af.

 

Skoðum nokkrar staðreyndir um vatn!

Vatn

  • 75% Bandaríkjamanna eru með krónískan ofþurrk – á sennilega við um helming allra jarðarbúa.
  • Hjá 37% Bandaríkjamanna er þorstaskynjun svo slök, að hún er túlkuð sem hungur.
  • Eitt glas af vatni nægði til að slá alveg á hungurverki, seint að kvöldi hjá næstum 100% þátttakenda í könnun í háskóla í Washington.
  • Ofþurrkur, jafnvel þó að hann sé vægur, hægir á brennslukerfi líkamans um 3%
  • Ónóg vatnsdrykkja er aðalorsök þess sem að veldur þreytu yfir daginn.
  • Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að drekki fólk 6-10 glös af vatni yfir daginn, gæti það létt á bakverkjum og liðverkjum í allt að 80% þessarra tilfella.
  • Ef vatnið í líkamanum minnkar um aðeins 2%, getur það valdið lélegu skammtímaminni, erfiðleikum með einfalda stærðfræði og skorti á einbeitingu.
  • Að drekka 5 glös af vatni á dag dregur úr u.þ.b. 45% áhættu á ristilkrabbameini, allt að 79% áhættu á brjóstakrabbameini og 50% áhættu karlmanna á blöðruhálskrabbameini.

 

Skoðum svo nokkrar staðreyndir um kók, bæði í alvöru og í gríni!!

Kók

  • Í mörgum bandarískum fylkjum er vegalögreglan með 10 lítra af kóki í bílunum hjá sér til að þrífa blóð af vegum eftir umferðarslys.
  • Þú getur sett T-bone steik í skál af kóki og hún verður horfin eftir nokkra daga, samanber þegar að krakkarnir setja tönn í glas af kóki, hún hverfur einn daginn.
  • Gott ráð til að hreinsa klósettið er að setja innihald úr einni dós ofan í, bíða í nokkra klukkutíma og sturta svo niður.
  • Til að fjarlægja ryðbletti af krómstuðurum, skal dýfa krumpuðum álpappír í kók og nudda svo blettina af króminu.
  • Til að hreinsa rafgeyminn í bílnum skal hella dós yfir, bíða og þurrka svo yfir með pappír.
  • Til að losa ryðgaða bolta (skrúfur), skal rennbleyta tusku með kóki og halda um boltann í nokkrar mínútur.
  • Til að fjarlægja fitubletti úr fötum, skal hella dós af kóki inní þvottavélina, setja svo þvottaefnið í og þvo eins og venjulega.
  • Gott er að hella kóki yfir framrúðu bílsins þegar að hún er skítug vegna tjöru af götunum.
  • Virka efnið í kóki er phosphoric acid. Ph gildi í kóki er 2.8 og leysir upp nögl á ca. 4 dögum.
  • Vöruflutningabifreiðar sem að flytja kóksýrópið (fullan styrk) þurfa að hafa viðvörunarskilti sem eru notuð á bíla sem að flytja mjög ætandi efni.
  • Dreifingaraðilar hafa í u.þ.b. 20 ár notað kókið til að hreinsa vélarnar á trukkunum sínum.

Er ekki skynsamara að njóta vatnsins okkar – líkaminn yrði okkur ævinlega þakklátur. Og höldum áfram að vera sterk og hraust. Snúum við þeirri þróun sem að hefur verið undanfarin ár, að við verðum sífellt veikari og veikari. Vatnið er það stór þáttur í heilsu okkar og vellíðan.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir 

Previous post

Að þvo grænmeti og ávexti

Next post

Góð eða slæm kolvetni

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *