HómópatíaMeðferðir

Arnica – remedían ómissandi

Grein eftir Bylgju Matthíasdóttur hómópata 

Það er ein remedía sem ég gæti ekki hugsað mér að vera án, en það er Arnica. Allir sem vita hvernig hún virkar og hafa notað hana, geta sagt kraftaverkasögur um hana. Hún er alltaf meðferðis hjá mér hvert sem ég fer, mjög góð í sjúkrakassann, jafnt heima sem í bílnum.

Hér verður stiklað á nokkrum aðstæðum sem Arnica gæti komið að góðum notum.

Arnica er þekktust fyrir undraverðan bata eftir slys eða líkamlegt áfall. Eftir slys verður líkaminn oft ofurviðkvæmur og aumur; hinn slasaði vill vera einsamall, segir gjarnan að “það er allt í lagi með mig”, og sendir jafnvel lækninn í burtu. Við þessar aðstæður mun Arnica gagnast vel.

Arnica gagnast vel við höggi og eins við aðskotahlut í auga eða umhverfis auga.

Í kringum skurðaðgerðir gagnast Arnica sérstaklega vel, bæði gegn sársauka og til að flýta fyrir gróanda.

Sumir nota hana líka þegar þeir þurfa að fara til tannlæknis vegna tannskemmda eða tannúrdráttar.

Arnica kemur að góðum notum á meðgöngu og við og eftir fæðingu, bæði fyrir móður og barn. Einnig ef móðir fær þvagteppu eftir fæðinguna.

Arnica hjálpar við gigtarverki þar sem aðaleinkennin eru sárir, stífir liðir, sem verða verri við kulda og raka. Þeir sem eru með gigt geta farið til Hómópata sem hjálpar til við að finna heildræna remedíu sem getur hjálpað viðkomandi og gigtareinkennunum sem hann er með.

Ertu lurkum laminn eftir líkamlega erfiðisvinnu, íþróttaæfingu eða fjallgöngu. Þá gæti Arnica komið að notum.

Fyrsta skiptið sem ég sá Arnicu virka áttaði ég mig á möguleikunum sem þessi remedía hefur upp á að bjóða. Dóttir mín sem var rétt ný orðin 1 árs og nýbyrjuð að taka fyrstu skrefin sín datt illa á horn. Meðan ég var að hugga hana sá ég smá skeinu og í kjölfarið sá ég kúlu sem stækkaði og stækkaði. Ég var svo heppin að Arnica var á borðinu fyrir framan mig og af rælni ákvað ég að prufa að gefa henni 1 töflu af Arnicu af því ég var nýkomin frá hómópatanum mínum og hún hafði sagt mér að nota hana ef slys bæri að höndum. Síðan leið tíminn og ég og maðurinn minn keyrðum í rólegheitunum út úr bænum og stefndum á Selfoss. Þegar þangað var komið afklæddi ég barnið en það var enga kúla að sjá. Hvert fór hún!!!

Eftir þetta lærði ég að nota Arnicuna þegar það á við, reyndar kom tímabil sem Arnica var drengnum mínum til ama því hann fékk aldrei glóðurauga eins og hinir strákarnir í leikskólanum!!!

Það eru margar remdíur sem geta komið að notum fyrir venjuleg heimili. Að læra undirstöðu nokkurra þeirra getur komið að góðum notum og róað móðurhjartað og flýtt fyrir bata hjá þeim sem þær fá ef þær eiga við.

Ef einkennin eru mjög alvarleg eða þrálát þá er alltaf vissara að tala við lækni.

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Gigt, hvað er hægt að gera?

Next post

Gagnsemi Hómópatíu við áföllum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *