HómópatíaMeðferðir

Mismunandi aðferðir – Leka húsþakið

Fyrri hluti 

Oft koma upp spurningar um muninn á aðferðafræðum milli heildrænna aðferða og svo hinna hefðbundnu aðferða. Þessar spurningar eru sérstaklega þarfar og ættu allir að velta þessum aðferðum fyrir sér og reyna eftir fremsta megni að lesa sér sjálfir til og fræðast á eigin forsendum.

Mismunurinn er gífurlegur, en ef ætti að útskýra með sem fæstum orðum, þá er svarið að aðalmismunurinn er falinn í orsökum og afleiðingum. Að meðhöndla orsök einkennanna, eða að meðhöndla einkennin sjálf.

Hægt er að ímynda sér líkamann sem hús og viðhaldið á húsinu er líkamleg heilsa. Ef að ekki er hugsað vel um viðhald hússins (heilsuna), gæti t.d. þak hússins (líkamans) byrjað að leka. Í hvert sinn sem að rignir fer að leka vatn inn í húsið. Vatnið eru einkennin, sem að myndast vegna leka þaksins, sem kom vegna slæms viðhalds!

Hvernig þessar mismunandi aðferðir myndu taka á þessu þaklekavandamáli, væri einfaldlega hægt að lýsa á eftirfarandi hátt.

Hefðbundna leiðin myndi finna leið til að mæla út magn vatnsins, finna út með þeim mælingum t.d. fjölda dropa á klukkustund og lítra á dag, fundið yrði nafn á vandamálið t.d. „Lekasjúkdómur”. Einkenni „Lekasjúkdómsins” er vatnið, og þar sem að sjúkdómurinn framleiðir vatnseinkenni, þarf að finna út leið til að lagfæra vatnseinkennin. Ef ekki finnst leið til að uppræta vatnseinkennin hratt, þá flæðir um allt hús og þá gæti mikið skemmst út frá vatninu.

Heildræna leiðin færi aðra leið, vatnslekinn yrði notaður sem vísbending til þess að finna orsökina fyrir vatninu. Farið væri í þá vinnu að grafast fyrir um hvaðan vatnið kæmi og afhverju það á annað borð byrjaði að dropa inn í húsið. Þegar að orsökin væri fundin fyrir upphaflega vandamálinu, sem að í þessu tilfelli væri gat á þakinu vegna vanrækslu á viðhaldi, væri fundin leið til að lagfæra þetta gat og ráðleggja um áframhaldandi gott viðhald til að ekki fari aftur að leka.

Heildræna aðferðin myndi einnig alltaf taka alla heildarmyndina og skoða allt þakið og allt húsið (Almennt líkamsástand) til að koma í veg fyrir að fleiri göt myndist með því að styrkja heildina.

Aftur á móti yrði hefðbundna leiðin sú, að finna leiðir til að lagfæra það sem að vatnið er að skemma og finna út aðferðir til að innviði hússins skemmist ekki, t.d. viðarhúsgögnin gætu bólgnað upp, standi þau í vatninu (húsgagnasjúkdómur) og blauta teppið færi að mygla (teppasjúkdómur) og skammhlaup gæti orðið, ef að vatn kæmist í t.d. sjónvarpið (raftækjasjúkdómur), finna þyrfti viðeigandi lækningu fyrir hvern „sjúkdóm” fyrir sig.

Alltaf ætti að meðhöndla upprunalega vandamálið, ekki einkennin sem koma sem afleiðing, sem lýsir sér best hér. Ef að gatið á þakinu er lagað þá er vandamálið og einkennin úr sögunni. Aftur á móti ef að vatnið er meðhöndlað, en ekki gatið, þá endurtaka einkennin sig alltaf aftur í hvert sinn sem að fer að rigna.

Sjá seinni hluta greinar hér.

Guðný Ósk Diðriksdóttir

Hómópati

Previous post

Ert þú í prófum? – Nokkur góð ráð á slíkum álagstímum

Next post

Er hægt að læknast af ólæknandi sjúkdómum?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *