HómópatíaMeðferðir

Mismunandi aðferðir – Leka húsþakið (Seinni hluti)

Sjá fyrri grein: Mismunandi aðferðir – Leka húsþakið

Heildrænir meðferðaraðilar taka heildarsögu skjólstæðinga sinna (ástand alls hússins), hlusta og skrá niður öll einkenni, en sjaldnast eru einkennin það sem að þeir leggja áherslu á að leiðrétta beint. Jafnvel horfa þeir framhjá sumum einkennum þar sem að þau eru augljóslega bein afleiðing af orsökum vandans, samanber vatnslekann.

Í raun og veru eru einungis fáar orsakir fyrir ójafnvægi heilsunnar. Þó að til séu þúsundir sjúkdómsheita, sem eru að mestum hluta byggð á einkennalýsingum, er hægt að rekja þau til einhverra af þessum þremur orsökum.

Í fyrsta lagi að líkamann (eða hugann), vantar eitthvað, t.d. næringu, súrefni, ferskt loft, sólarljós, ást, svefn o.s.frv.

Í öðru lagi að líkaminn (eða hugurinn) hefur of mikið af einhverju sem að hann á erfitt með að vinna úr eða er mengaður af auka- og eiturefnum.

Í þriðja lagi að líkaminn (eða hugurinn) hefur ekki nægt flæði, hvorki líkamlega né orkulega. Sem kemur í veg fyrir að líkaminn vinni á réttan hátt t.d. hæg melting, hæg blóðrás og frumuendurnýjun og hæg taugaboð við áreitum, eins almenn þreyta og leiði sem að hægja á starfsemi.

Það er sama hvaða einkenni eru borin upp hjá heildrænum meðferðaraðila, alltaf er leitað að rót vandans. Gæti verið um að ræða mengað umhverfi, er unnið með eiturefni, eru margir streituþættir sem að eru truflandi, í vinnunni eða í sambandinu eða hjónabandinu, hver er lífsstíllinn, er viðhöfð næg hreyfing og útivera í fersku lofti og í sólarljósi, er drukkinn nægur vökvi og áfram mætti telja spurningar sem að slíkur meðferðaraðili spyrði að.

Allt eru þetta mjög mikilvægir þættir til að halda góðri heilsu og nægu jafnvægi til að upplifa síður einkenni. Ójafnvægi á þessum þáttum geta leitt til mismunandi áhrifa á líkamsstarfsemina og valdið einkennum, sem fá ýmis sjúkdómsheiti.

Til að komast í veg fyrir slíkt ójafnvægi og einkenni (sjúkdómsheiti), þarf að huga vel að viðhaldi líkamans (hússins). Venjulega hugsum við vel um hýbýli okkar og eigur og reynum að gera rétt í því hvað er best að gera til að halda öllu í sem bestu ástandi. Við málum húsið að utan og innan, við þrífum reglulega og reynum að halda garðinum sómasamlegum, við pössum  að setja rétta tegund af bensíni á bílana okkar, 95 eða 98 oktan og skiptum reglulega um olíusíu, en pössum við nægjanlega vel, að setja rétta fæðu og bætiefni í líkamann okkar og pössum við nægjanlega upp á andlega og tilfinningalega heilsu til að halda ásættanlegu jafnvægi.

Þetta er grunnurinn fyrir góðri heilsu og góðu lífi, en ekki sjúkdómavæðing og meiri lyf gegn öllum einkennum. Ef að við hugsum eins vel um líkamann og við gerum um veraldlegar eigur okkar, þá þurfum við ekki að hlaupa um allt húsið með fötur til að taka við vatninu sem að dropar niður um leka þakið á rigningardögum. Þá myndast ekki götin á þaki hússins (líkamans).

Aftur á móti, ef að götin hafa nú þegar myndast og droparnir leka (einkennin) niður um þakið, þá er mun árangusríkari leið, að leita að upprunalegu orsökinni og laga götin í stað þess að stilla upp fötum til að taka við dropunum. 

Guðný Ósk Diðriksdóttir

Hómópati

Previous post

Mismunandi aðferðir - Leka húsþakið

Next post

Nægur svefn er nauðsynlegur fyrir minnið

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.