Búfé veldur hlýnun andrúmslofts
Í Bændablaðinu í síðustu viku kom fram að búfé veldur um 18% af hlýnun andrúmslofts á jörðinni.
Einnig var greint frá alþjóðlegri rannsókn sem sýndi fram á að ropi kýrinnar mengar tífalt meira en vindgangur hennar.
Í magasekk kúnna eru um þrjú til fjögur kíló af gerlum sem valda gerjun fóðursins með þeim afleiðingum að kýrnar ropa og leggja þannig til aukinnar mengunar sem leiðir af sér hnattræna hlýnun.
Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í janúar 2007
No Comment